Færsluflokkur: Bloggar
Hvað er að tilheyra
15.1.2008 | 09:16
Hvað er það að tilheyra einhverju? Fyrir mér er það að vera hluti af einhverju. Ef ég tilheyri fjölskyldu að þá er ég hluti af henni. En líður manni alltaf eins og maður tilheyri einhvers staðar? Það held ég ekki. Alltaf þegar ég var yngri að þá fannst mér ég vera öðruvísi og tilheyra ekki neins staðar. Mér fannst ég ekki passa inn neins staðar á neinn hátt. Kannski ekki fyrr en ég fór að drekka áfengi að þá fannst mér ég vera eins og hinir. Eða að minnsta kosti í smátíma þar til vínið hætti að virka og dópið tók við og það hætti að virka líka. En hver var þá lausnin? Guð. Ef við höfum verið utangáttar eða týnd eins og sagt er að þá er það svo merkilegt að þegar maður veitir Jesú Kristi viðtöku inn í líf sitt sem Drottinn og frelsara að þá verður maður Guðsbarn. Maður tilheyrir þá Guði og ekki bara Guði heldur nýrri fjöskyldu.
1Kor 12:12
Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur.
Það að tilheyra Guði sem elskar mann án skilyrða er forréttindi. Því að þegar maður fer að þakka Guði fyrir að tilheyra honum og vera hans barn að þá hverfur þessi ótti við höfnun. Því að Drottinn hafnar okkur ekki þótt við séum breysk og klikkum oft ílla á því. Þegar við höfum gefið honum líf okkar að þá lætur hann sér annt um okkur. Og þar sem við tilheyrum kristi að þá agar hann okkur líka. Það að tilheyra Guði þýðir líka það að maður þarf að mótast inn í hans fjölskyldu og finna sitt hlutverk innan líkamans sem er kirkjan. Hver er kirkjan? Það er ég og þú. Það er alltaf gott og allveg nauðsynlegt að eiga sitt andlega heimili sem er söfnuður.
Þetta snýst svoldið um að tilheyra. Þegar unglingar eru að kaupa sér föt og láta klippa sig flott og eiga flottan síma eða eiga hitt og þetta að þá er það oft til þess að reyna tilheyra og vera meðtekin. Ef þú ert ekki svona og hins eigin að þá er þér hafnað eða þú flokkaður eða flokkuð eftir efnahag þínum. En þú þarf ekki að eiga ákveðin föt, eða eignir til að tilheyra Guði. Þú þarft bara að veita Kristi viðtöku inn í hjarta þitt og þá tilheyrir þú Guði. Þetta er bara ein ákvörðun um að fylgja Guði. Guð hafnar engum sem til hans leytar. En það má vera að aðrir hafni þér af því að þú ert ekki eins og þeir. Þannig að ég spyr hverjum tilheyrir þú?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um hvað snýst kærleikurinn
14.1.2008 | 09:55
Ég hef verið að velta fyrir mér um hvað kærleikurinn snýst? Yfirleitt þegar fólk talar um kærleika að þá dregur það fram oft á tíðum eitthvað ákveðið mary poppins atriði þar sem allt er svo ljúft og fagurt. Er það virkilega svo að kærleikurinn sé bara húlum hæ og úti er ævintýri? Fyrir mér er þetta svar mjög einfallt og svarið er nei.
Kærleikurinn snýst mikið um samskipti við annað fólk. Elska skaltu náungan eins og
sjálfan þig. 7 af boðorðunum 10 snúast um samskipti milli okkar mannana. Síðan segir Jesús að 2 boðorð uppfylla hin 10 og það er að elska Guð og náungan. Kjarninn í kærleikanum er samskipti okkar við Guð og aðra menn. Það sem hefur opinberast fyrir mér er hvað tíminn er dýrmætur. Það skiptir miklu máli að maður sé tilbúin að gefa af tíma sínum til að hjálpa öðrum og vera til staðar.
Ég las það að þetta gæti verið stundum erfift fyrir okkur karlmenn að skilja þetta. Sumir menn segjast. Skaffa vel og segja svo hvað viljið þið meir? Síðan var sagt að aðalatriðið væri það að maki og börn vilja líka fá af tíma mans. Eignir og annað koma alldrei í staðinn fyrir að gefa af sér tíma með fjölskildunni og eiga samskipti við þau.
En er kærleikurinn bara ljúft Mary Poppinsævintýri? nei fjarri fer því. Biblían segir að sá faðir sem sparar vöndinn á son sinn hatar hann. Það skil ég á þann hátt að þeir foreldrar sem aga ekki börnin sín, þykir ekki vænt um þau eða er allveg sama um velferð þeirra. Jesús áminnti menn og lét þá vita ef þeir voru að gera það sem rangt var. En samt sé ég áminningu hans þríþætta þegar hann talar til safnaðana 7. Fyrst hrósar hann þeim fyrir það sem þeir gera vel, síðan leiðréttir hann villuna og svo kemur hann með hvatningu til að breyta rétt. Mér finnst Drottinn alltaf að vera hvetja okkur til að gera það sem er rétt í hans augum. Ég sé ekki Drottinn fyrir mér með einhvern refsivönd til að flengja mig í hvert skipti sem ég klikka. En ég sé hann sem kærleiksríkan Föður sem reysir mig upp ef ég klikka. En hann samþykir ekki vitleysuna sem ég geri stundum. Hann hvetur mig áfram til góðra verka.
Kærleikur er ekki það að klappa á bakið á fólki þegar það klikkar og segir já náðin er ný á hverjum degi þetta er allt í lagi, Guð fyrirgefur þér hvort sem er. Kærleikur er ekki meðvirkni og að samþykja alla vitleysuna sem aðrir gera. Kærleikurinn segir alltaf sannleikan sama hvað það kostar og setur okkur frjáls. Kærleikur er að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Kærleikur Krists til okkar er ekkert léttvægur. Það var ekki auðvelt skref fyrir Jesús að fara á Krossinn til að taka á sig syndir okkar, sjúkdóma og svo afvopna allt óvinarins veldi. Hann þurfti að hafa fyrir því og þegar hann var í Getsemane að þá runnu niður blóðdropar úr svitaholum hans. En hann horfði ekki á sjálfan sig heldur hugsaði hann til þess sem myndi ávinnast þegar hann væri búin að uppfylla það sem honum var ætlað að gera. Hann endurreysti samfélagið við Föðurinn. Núna getum við komið í nálægð við Föðurinn, vegna þess sem Jesús gerði fyrir okkur. Og það snýst um samskipti.. Drottinn vill eiga samskipti við okkur.. Þess vegna segi ég gefðu frekar af tíma þínum í stað þess að vera upptekin af því að reyna eignast allt...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Predikuninn frá fös. úr Ármúlanum
13.1.2008 | 11:30
Að segja skilið við fortíðina og ganga inn í framtíðina með Kristi.
Sigvarður Halldóruson
Lúk.9: 57Á leiðinni sagði maður nokkur við Jesú: Ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð."
58Jesús sagði við hann: Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla."
59Við annan sagði hann: Fylg þú mér!"
Sá mælti: Drottinn, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn."
60Jesús svaraði: Lát hina dauðu jarða sína dauðu en far þú og boða Guðs ríki."
61Enn annar sagði: Ég vil fylgja þér, Drottinn, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima."
62En Jesús sagði við hann: Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur er hæfur í Guðs ríki."
Þegar við höfum gefist Kristi að þá er oft erfitt fyrir okkur að sleppa tökunum af því sem tilheyrir fortíðinni. Í þessu dæmi þar sem ég las í byrjun um mann sem Drottinn kallar til fylgdar við sig en hann segist fyrst og þurfa fara klára að jarða föður sinn. En Jesús segir honum til baka að sá sem er alltaf að horfa til baka í gamla lífernið er ekki hæfur í Guðsríkinu. Þegar við förum til baka þegar Abraham var uppi og það þurfti að bjarga Lot frá Sódómu áður en henni var eytt. Mig minnir að kona Lots hafi litið til baka og breyttist í salt stöpul.
Þegar við höfum gefist Kristi að þá stendur:
2.kor.5:17Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til
81 þýðingin segir svo í sama versi. Ef einhver er í Kristi þá er hann ný sköpun hið gamla varð að engu sjá nýtt er orðið til.
Þegar við höfum tekið á móti Jesú Kristi inn í hjarta okkar að þá tekur Guð sér bústað í hjarta okkar. Guð sjálfur býr innra með okkur. Þegar við förum að rækta samfélag okkar við hann þá förum við að breytast. Og það sem Jesús er að segja þegar hann segir: Enginn sem leggur hönd á plóginn er hæfur í Guðsríki er það að, Það þarf að eiga sér stað hugarfarsleg breyting í lífi okkar.
Að iðrast þýðir að snúa sér frá gamla líferninu og ganga með Guði. Það á sér stað hugarfarsleg breyting gagnvart syndinni.
Óvinurinn sem við köllum djöfull og satan er alltaf að koma með glansmynd af lífinu sem heimurinn hefur upp á að bjóða og reyna koma með freistingar þannig að fólk fer að líta til baka. En við sem höfum reynsluna á því að lifa í myrkrinu vitum það, að þessar freistingar líta vel út á yfirborðinu en þær svíkja okkur alltaf og skilja okkur eftir tóm.
Það sem ég er að reyna koma frá mér að sú hugmynd sem við mennirnir höfum hvernig eigi að lifa lífinu er mjög brengluð og virkar ekki. Til þess að komast af því hvernig líf okkar getur orðið sem best og nytsamlegast hér á jörðinni að þá þurfum við að leyta að upphafi okkar.Afhverju erum við til? Guð skapaði okkur fyrir sig og í sinni mynd. Þess vegna veit Guð best af öllum hvaða leið er best fyrir okkur að fara.
Fil.3: 13bEn eitt geri ég. Ég gleymi því sem að baki er en seilist eftir því sem fram undan er 14og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur í Kristi kallað okkur til.
15Þetta hugarfar skulum við því öll hafa sem fullkomin erum. Og ef þið hugsið í nokkru öðruvísi, þá mun Guð einnig opinbera ykkur þetta.
Páll talar um það að við eigum að gleyma því liðna og sækjast eftir því sem Guð hefur fyrir okkur. Síðan segir hann ef við erum með eitthvað annað hugarfar en það að segja skilið við gamla lífernið að þá muni Guð opinbera þennan sannleika fyrir okkur.
Kól.3:1Fyrst þið því eruð uppvakin með Kristi, þá keppist eftir því sem er hið efra þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. 2Hugsið um það sem er hið efra en ekki um það sem á jörðinni er. 3Því að þið eruð dáin og líf ykkar er fólgið með Kristi í Guði. 4Þegar Kristur, sem er líf ykkar, opinberast, þá munuð þið og ásamt honum opinberast í dýrð.
5Deyðið því hið jarðbundna í fari ykkar: hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágirnd sem ekki er annað en skurðgoðadýrkun. 6Af þessu kemur reiði Guðs yfir þá sem hlýða honum ekki.[1]
Orðin yfir þá sem hlýða honum ekki" vantar í sum handrit.
þeirra voruð einnig þið áður þegar þið lifðuð í þessum syndum. 8En nú skuluð þið segja skilið við allt þetta: reiði, bræði, vonsku, lastmæli, svívirðilegt orðbragð. 9Ljúgið ekki hvert að öðru því þið hafið afklæðst hinum gamla manni með gjörðum hans 10og íklæðst hinum nýja sem Guð er að skapa að nýju í sinni mynd til þess að þið fáið gjörþekkt hann. 11Þar er hvorki grískur maður né Gyðingur, umskorinn né óumskorinn, útlendingur, Skýti, þræll né frjáls maður, þar er Kristur allt og í öllum.
12Íklæðist því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. 13Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið ykkur, svo skuluð þið og gera. 14En íklæðist yfir allt þetta elskunni sem bindur allt saman og fullkomnar allt.
15Látið frið Krists ríkja í hjörtum ykkar því að Guð kallaði ykkur til að lifa saman í friði sem limi í einum líkama. Verið þakklát.
16Látið orð Krists búa með ykkur í allri sinni auðlegð og speki. Fræðið og áminnið hvert annað og syngið Guði sætlega lof í hjörtum ykkar með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum. 17Hvað sem þið segið eða gerið, gerið það allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður með hjálp hans.
En hvernig er best að deyða það jarðneska í fari okkar og hafa hugar okkar hjá Guði og því sem er hans? Það gerum við með því að rannsaka orðið sem er Biblían. Leitum hans í bæn og biðjum hann um að vera með okkur og í því sem við gerum. Þá á ég við að Drottinn er ekki bara Guð á sunnudögum í lífi okkar heldur alltaf og í öllu sem við gerum. Þetta er æfing að framkvæma þetta við komum alldrei til með að ná þessu fullkomnlega.
En Biblían segir að náð Guðs sé ný á hverjum degi. Á hverjum degi fáum við nýtt tækifæri til að láta gott af okkur leiða og gera gagn í guðsríkinu.
Páll talar svo um í 8 Kaflanum í Rómverjabréfinu að við eigum að lifa í andum svo við fullnægjum alls ekki girndum holdsins. Fyrir mér að þá er þetta allgjör staðreynd. Því að meira sem ég fylli mig af Guði því minna langar mig að gera eitthvað sem er rangt í augum Guðs. En hvern dag að þá þurfum við að fylla okkur af orði Guðs og leggja dagin í hans hendur. Það er miklu betra að fylla sig af Guði strax í byrjun dags svo það sé ekki pláss fyrir draslið í huga okkar.
Það sem hjálpar okkur líka við að breyta hugarfari okkar er að hugleiða orð Guðs. Þá á ég við að við lesum ekki bara Biblíuna eins og einhverja venjulega bók því Biblían er engin venjuleg bók, heldur er hún full af lífi og fyrirheitum Guðs sem hann hefur fyrir líf okkar.
Til þess að fá inngöngu í himnaríki þýðir ekki að við eigum að uppfylla ákveðin skilyrði eða reina vinna okkur inn vist með verkum okkar, því það getum við alldrei gert.
Róm.10:9Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn, og trúir í hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum verður þú hólpinn. 10Með hjartanu er trúað til réttlætis, með munninum játað til hjálpræðis. 11Ritningin segir: Hver sem á hann trúir verður aldrei til vansæmdar.
Einu skilyrðin sem við þurfum að komast í himnaríki er að játa Jesú Krist sem Drottinn okkar og frelsara. En til þess að verða hæf til að þjóna í guðsríkinu að þá þarf þessi hugarfarsbreyting að eiga sér stað.
Hugur okkar á að vera uppi hjá okkar himneska Föður og það sem hann hefur fyrir okkur. Lífið hér á jörðinni er aðeins prófsteinn á því hvar við endum í eilífðinni. Allt getur mótað okkur og haft áhrif á eilífðina. Þess vegna leggur Jesús áherslu á að vera ekki að leggja ást á það sem tilheyrir heiminum.
Einn daginn mun Jesús koma sækja okkur og hvað ætlum við að vera gera þá?
Eitt sinn er ég var tiltölulega nýfrelsaður að þá viltu nokkrir vinir mínir freista mín að koma með sér inn á klámbúllu. En þá kom hugsun í huga minn ég kem á þeirri stundu sem þú væntir eigi. Um leið og þessi hugsun kom að þá sagði ég við strákana, ég get ekki komið með ykkur inn ég vil það ekki. Ef endurkoma Krists hefði átt sér stað þetta kvöld að þá hefði ég ekki viljað vera inn á klámbúllunni að horfa á konur vera bera sig upp á sviði og menga huga minn.
Þess vegna er best að reyna ekki að halda neinu eftir fyrir sjálfan sig af sínu gamla líferni heldur að gefa Guði allt. Ég heyrði eitt sinn að við værum hús með mörg herbergi og í hverju herbergi væri lykill að og að við þyrftum líka að afhenta Jesú lyklana af rusalkompunni í lífi okkar. Þá á ég við okkar svörtustu leynarmál. Síðan var talað um mann sem vildi alltaf halda einum lykli út af fyrir sjálfan sig og fékk alltaf og skildi ekkert í því afhverju hann féll.
Húsið er við lyklarnir af herbergjunum eru svið í lífi okkar sem við stjórnuðum sjálf og þurfum að afhenda Guði. Ég hef marg oft ströglað og reynt að stjórna sjálfur og ætlað að gera hlutina á minn hátt, en það hefur bara alldrei virkað. Alltaf þegar ég fer að stjórna og reyna fara mínar eigin leiðir að þá fara hlutirnir bara í tómt klúður. En þegar ég leyfi Guði að leiða mig áfram og leiðbeina mér að þá gengur allt upp. Biblían er full af þessari leiðbeinginu. Aftur og aftur getum við séð að þegar menn gerðu það sem rétt var í augum Guðs að þá vegnaði þeim vel og blessun Guðs var yfir lífi þeirra. En um leið og menn fóru að taka stjórnina í sínar hendur og gera eitthvað annað en Drottinn Guð ætlaði þeim að þá fór þetta í allgjört klúður.
Þannig er þetta líka oft með okkar líf, við klúðrum hlutunum aftur og aftur. En Drottinn er miskunsamur og góður Guð og gefur okkur nýtt tækifæri á hverjum degi til að gera það sem rétt er í hans augum. Þegar við gerum það sem rétt er í augum Guðs að þá kemur blessun hans yfir líf okkar. Drottinn blessar ekki synd og það sem rangt er. Þess vegna kemur alltaf blessun Guðs yfir líf okkar þegar við göngum í hlýðni við hann.
Hugarfarið skiptir miklu máli. Í Orðskviðunum stendur eins og andlit horfir við andliti í vatni svo er og hjarta manns gagnvart öðrum.
Þetta þýðir það, að eins og ég hugsa um aðra og tala um aðra þannig er ég. Ef ég tala vel um aðra að þá er ég í lagi en ef ég er að baktala og hugsa ílla hluti að þá er ég ekki á réttum stað, og þarf að breyta hugarfari mínu.
Drottinn vill hjálpa okkur að hafa hugarfar krists
Fil.2: 5Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var.
6Hann var í Guðs mynd.
En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.
7Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd
og varð mönnum líkur.
Hann kom fram sem maður,
8lægði sjálfan sig
og varð hlýðinn allt til dauða,
já, dauðans á krossi.
9Fyrir því hefur og Guð
hátt upp hafið hann
og gefið honum nafnið,
sem hverju nafni er æðra,
10til þess að fyrir nafni Jesú
skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu
11og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar:
Jesús Kristur er Drottinn.
Að endingu: Guð hefur gefið okkur öllum misjafnlega hæfileika og við meigum alldrei hugsa að við séum meiri en aðrir því að frammi fyrir Drottni eru allir menn jafnir og það hugarfar skulum við temja okkur að elska alla jafnt án þess að spá í útliti þeirra eða efnahag. Þegar við forum að þjálfa huga okkar og hjarta í að elska alla jafnt að þá breytumst við á þann hátt sem Guð hefur skapað okkur til að vera og það er að vera kærleiksrík og góð við alla menn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samkoma í Ármúla í kvöld!
11.1.2008 | 13:53
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stórfurðulegt símtal
9.1.2008 | 09:45
Þriðjudagskvöld eða reyndar svoldið seint það kvöld eða 20 mín í 2 um nóttina sem er þá reyndar miðvikudagur. En það kvöld fékk ég stórfurðulegt símtal. En af virðingu við þann aðila segi ég engin nöfn.
Þetta símtal var hálf furðulegt því að stelpan sem hringdi kynnti sig með nafni. Ég vissi ekkert hver hún var nema hún var með allveg eins rödd og ein stelpa sem ég þekki. Þessi stelpa vildi að ég myndi hitta sig og draga sig á samkomur og vissi vel hvar ég hafði verið að mæta. En ég var ekki að fatta hver þetta væri. Hún sagðist vera með síðu en man ekki vefslóðina og notaði það sem afsökun að það væri svo langt síðan hún opnaði síðuna að hún man ekki hver vefslóðin er.
Síðan eftir smástund´fór hún að spyrja mig hvort ég væri á lausu. Ég sagði já ég er það. Þá tilkynnti hún mér það að það ætti eftir að breytast fljótt. Hún sagðist líka vera mjög sæt. Dökkhærð hávaxin og ég heyrði í litlu barni í kringum hana. En hún sagði barnið sitt sem var strákur ekki vilja fara sofa.
Ég sagði henni að það væri voða erfitt að svara því hvort ég hefði áhuga á henni þar sem ég væri ekki að fara hver hún væri. En samþykkti að hitta hana á samkomu í Samhjálp síðasta fimmtudag og hjálpa henni með trúnna.En hún mætti ekki og hefur ekki hirngt aftur þar sem hún hringdi úr leyninúmeri. En hún sagðist vera vinkona eins manns sem ég þekki og hafa fengið upplýsingar hjá honum. Og að hann hafi sagt að ég gæti hjálpa sér með þetta. En hann kannast ekki við neitt.
Enginn kannast við þetta nafn og þær lýsingar sem hún gaf. Það sem er óþægilegast við þetta að vita ekki hver þetta var. Hvort þetta hafi verið einhver að vila á sér heimildir til að klekkja á mér eða hvort þetta hafi í raun verið þurfandi manneskja sem þarf hjálp.
En ég tók samt eina ákvörðun um þetta mál. Hvort sem að þetta hafi verið feik eða allvöru að þá fyrirgef ég þessari stelpu sen hringdi. Því að hvaða heilbrigð manneskja hringir í einhver sem hún þekkir ekki um nótt og fer að spyrja svona? Eflaust einhver sem er hjálparþurfi:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Smá pæling
5.1.2008 | 17:53
lúk.9:27En ég segi yður með sanni: Nokkrir þeirra sem hér standa munu ekki deyja fyrr en þeir sjá Guðs ríki.
Það sem ég er að velta fyrir mér með þetta vers er , hvað á Jesús við með því að segja þessi orð?
Á hann við að allir lærisveinarnir muni ekki deyja píslavættisdauða eða á hann við að ekki munu allir deyja áður en Guðsríki kemur yfir þá?
Þá á ég við komu Heilags Anda. En ef maður skoðar þetta í svoldlu samhengi að þá lýsir Jesús því yfir að hann muni deyja á krossinum og rísa upp á þriðja degi. Síðan segir hann að við eigum að taka okkar kross og bera hann. Síðan segir hann að við eigum að týna lífi okkar hans vegna og ef við gerum það að þá munum við finna það. Það sem ég best skil með þeim orðum er einfaldlega þetta. Guð skapaði okkur, hann veit best hvernig líf okkar á að vera og hver tilgangurinn með því er. Þá skil ég þetta þannig að við erum alltaf að reyna stjórna lífi okkar sjálf. Hvert leiðir okkar eigin sjálfshyggja okkur? hún leiðir okkur til glötunar eða í viteysu. En hvert leiðir, leið Guðs okkur? Að ævinlangri hamingju og velgengni og sigrum á aðstæðum sem koma upp í lífinu og til eilífs lífs.
En ef ég set þetta í samhengi sem Jesús sagði varðandi lærisveinana. Þá veit ég best til þess að sá eini sem lifði fram á elliár var Jóhannes postuli. Hann fékk opinberunina sem við sjáum í Opinberunarbókinni. Átti Jesús þá við það að Jóhannes þyrfti að lifa fram á elliár til að taka við þessum opinberunum og verða numin til himins til að sjá það sem framundan væri?
Hvenær kom svo Guðsríkið? var það ekki þegar Heilagur Andi kom? Ég meina þegar Jesús fór á krossinn að þá hvarf nærvera Guðs úr musterinu. Guð býr ekki lengur í musteri gerð af mannahöndum heldur í hjarta hvers manns sem tekur við Kristi. þegar þú hefur tekið við Kristi þá er Guðsríki komið yfir þig og er innra með þér.
En í hvaða samhengi sagði Jesús þetta? Er það ekki það að allir lærisveinarnir ættu að deyja píslavættisdauða nema Jóhannes því hann þyrftin að fá opinberun um hina hinstu daga?
Það sem útskýringarbækur Biblíunar segja að Jesús sagði þetta í því samhengi um komu Heilags Anda. Hann átti við að lærisveinarnir myndu vitna um upprisu Krists. Hann átti við að þegar Heilagur Andi kæmi yfir þá að þá myndu Guðsríki koma yfir þá með krafti.
Post.1:8 segir að við munum öðlast kraft er Heilagur Andi kemur yfir okkur...
Munt þú deyja áður en þú fattar sannleikan og tekur við Jesús sem frelsara þínum og öðlast þennan kraft og eilífa lífið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Brandari dagsins
4.1.2008 | 12:36
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Getur Guð verið ánægður með okkur?
1.1.2008 | 16:52
'Eg hef velt þessu svoldið fyrir mér er Drottinn bara ánægður þegar ég er að lesa í Biblíunni , að biðja eða á samkomum?
Svarið er nei. Hann er líka ánægður þegar við notum hæfileika okkar fyrir hann. Sumir verða góðir í íþróttum og aðrir góðir í að smíða og allir hæfileikar koma frá Guði og honum til dýrðar. Guð gaf okkur misjafna hæfileika sér til ánægju og svo við gætum uppfyllt ákveðin tilgang með líf okkar.
Þegar ég hugsa um Emil Hallfreðsson sem er frelsaður knattspyrnumaður að þá hefur Drottinn gefið honum þessa hæfileika. Þegar Emill er að spila að þá spilar hann fyrir Guð. Þegar hann spilar að þá er Guð ánægður með hann, því að hann er að nota þá hæfileika sem Guð hefur gefið honum.
Það þarf ekki mikið til að gleðja Drottinn Guð, bara minnsta bros eða hjálp til náungans gleður hjarta Drottins. Þegar við erum við sjálf að þá er Drottinn ánægður með okkur.
Guð er ekki að horfa á mistökin þín og hugsa hvað þú ert mikill auli að geta ekki allt rétt. Hann veit allveg um alla brestina þína og veikleika. En það sem hann horfir á er hjartað þitt. Hann horfir á hvernig hjarta þitt er gagnvart honum og öðrum.
Þegar þú tekur þér tíma með Guði ekki bara í lestri og bæn heldur líka bara að koma fram fyrir hann og slaka á í nærveru hans að þá gleður þú Guð. Þegar þú ert bara þú og treystir Guði fyrir lífi þínu þá er hann ánægður með þig..
Fyrir mér er það mikill léttir að þurfa ekki að lifa undir lögmáli heldur undir náð. Ég get alldrei gert allt rétt eða orðið fullkominn. En Guð er fullkominn fyrir mig... Jesús er mitt réttlæti og þegar ég tek við því og þakka honum fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig og það sem ég er í honum að þá er hann ánægður..
Jesús kom ekki til að leita af þeim sem telja sig vera heilbrigða, hann kom til að leyta af þeim sem sjúkir eru. Þegar þú ferð inn á sjúkrahús að þá sérðu ekki stofurnar fullar af heilbrigðum einstaklingum, heldur einstaklingum sem þurfa læknisaðstoð. það sama er með Drottinn hann kom fyrir þá sem vita að þeir eru syndarar og veikir í augum manna. Ég er breyskur og hef mína veikleika en það sem þetta snýst um er að koma fram fyrir Drottinn í mínum veikleika. Páll skildi þennan leyndardóm auðmýktarinnar. Hann sagði: Þegar ég er veikur að þá er ég fyrst máttugur því að máttur Krists fullkomnast í veikleika mínum. Þegar þú gerir eitthvað fyrir Guð að þá snýst þetta ekki um þinn styrkleika eða hvað þú ert klár. Heldur snýst þetta um að leyfa Guði að starfa í gegnum þig. Þegar við skiljum þennan leyndardóm að treysta á mátt Guðs í staðinn fyrir okkar styrkleika þá er Guð ánægður með okkur. Páll segir líka: Því það er Guð sem verkar í mér bæði í vilja og framkvæmd. Hann segir svo enn og aftur ég er krossfestur með Kristi sjálfur lifi ég ekki framar heldur lifir Kristur í mér. Páll útskýrir líka en frekar að það sem þetta snýst um er að við minnkum og Kristur vex í lífi okkar og við breytumst hægt og rólega og verðum líkari Kristi. Það gleður Guð að þú treystir á hann í stað sjálfs þíns og þegar þú ert tilbúin að taka við því sem hann hefur fyrir lífið þitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Uppgjör við árið 2007
31.12.2007 | 13:00
Þá er síðasti dagur ársins og því að gera upp við árið.
Árið byrjaði ekkert sérlega vel og leiðindamál í gangi eins og Byrgismálið sem maður gat ekki allveg verið laus við afskipti af. En ég tók þátt í því að fletta ofan af Guðmundi í Byrginu og varð sáttur þegar við náðum að taka hann úr umferð svo hann myndi ekki skaða fleyrra fólk. Á þessu ári hef ég unnið til þrennra verðlauna fyrir bloggið á minnsirkus. Þá bæði sem bloggari ársins 2006 og 2007 og síðan vinsælasti bloggarinn. En ég er samt ekkert að nenna að vera þar mikið lengur. Í Febrúrar var ég svo í viðtali í Mannlíf út af Byrgismálinu en það mál tók sinn toll. En svona til að gefa upp ástæðuna afhverju ég tók þátt í þvi að setja myndbandið á netið af Guðmundi er einföld fyrir mér. Þarna var einstaklingur sem va komin langt út fyrir það sem telst heilbrigt og búin að notfæra sér aðstöðu sína til að misnota einstaklinga og þá konur í kynferðislegum tilgangi.
Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta var sú að einstaklingar risu upp og vitnuðu gegn honum og hann gerði lítið úr þeim og sakaði þá um lygar. Ástæðan fyrir þessu myndbandi var til að sanna að hann væri sekur. En þetta fór samt úr böndunum og á annan hátt en þetta átti að gerast. Þetta hafði líka sínar afleiðingar að ég mátti ekki starfa innan kirkjunar sem ég tilheyri. En þó svo að árið byrjaði ekkert sérlega vel að´þá hefur margt gott gerst á þessú ári. En það sem kom mér þó á óvart að þegar á reyndi hvað það er mikið af fólki sem segist vera kristið en þorir svo ekki að verja trú sína þegar svona áföll koma fyrir. Þannig einstaklinga myndi maður kalla skápakristna og kannski tími á að þeir komi út úr skápnum og láti reka út af sér chicken spirit. Það er eitt sem maður verður að hafa hugfast þegar svona spillingarmál koma upp að það var ekki trúin sem klikkaði heldur einstaklingur sem notfærði sér trúnna og vann myrkraverk fyrir djöfulinn í skjóli hennar. Guð klikkar alldrei og það er það sem ég er svo þakklátur fyrir að þetta snýst ekki um mig eða hvað ég get verið klár, þetta snýst um Jesús og hver hann er og hvað hann hefur gert fyrir okkur og hefur fyrir líf okkar.
Fjárhagurinn hjá mér hefur sjalda eða alldrei verið betri og skuldir hafa minnkað til muna og eru nánast orðnar að engu. Ég hef leyft mér að gera hluti nánast í hverjum mánuði sem ég gat ekki leyft mér áður og allt án þess að koma mér í einhverjar skuldir.
En þegar kemur af trúarlífinu að þá hafa verið miklir sigrar þar. Í Upphafi árs tók ég þátt í því að koma U.N.G af stað og fleyrru hefur maður fengið að taka þátt í eins og Kærleikanum sem er í Ármúla. Ég á Baldri Frey og mörgum öðrum mikið fyrir að þakka að leyfa mér að taka þátt í því sem hefur gerst og út frá Kærleikanum hef ég farið að starfa aftur og predika. Mikil vakning hefur átt sér stað síðan við byrjuðum í Ármúlanum og hundruðir frelsast. Bara í okt að þá frelsuðust um svona 300 manns. Mikið af ungu fólki innan skóla og annað gáfu líf sitt til Krists. Meiri eldur hefur komið í kirkjuna sem var orðin hálf sofandi. Þessi vakning byjaði í Júlí við vorum bara svona 20-30 í heimahóp hjá Baldri sem kom reyndar út frá Birni Inga. En síðan sprakk þetta út og á innan við 2 mánuðum vorum við orðin 200 og húsið búið að sprengja utan af sér. En það sem við geðrum var að beina fólki inn í söfnuði þar sem það gæti fundið sitt andlega heimili, enda fórum við af stað í þeim tilgangi að glæða líf í trúarlíf Íslendinga. Marg frábært hefur gerst svo í kjölfarið eins og Bænagangan oflr og mikið gott er framundan. Kærleikurinn stofnaði svo útibú eða nýtt starf í Keflavík. Þar reysti Drottinn upp öflugan hermann hann Gunnar Jóhann sem leiðir kærleikan þar með stakri prýði. Krikjan þar hafði beðið um vakningu og fékk hana. Miklir og góðir hlutir eru að gerast í Keflavík og Drottinn hefur reyst upp marga hermenn þar. Næsta skref er að fara á Akranes og kveikja í liðinu þar. En mig langar líka að fara af stað aftur í trúboðsferðir eins og ég gerði 2005 þá náði ég að fara 15 ferðir. En þá eru ofarlega í huga mínum að heimsækja Ísafjörð og boða trúnna þar, Vestmannaeyjar, Selfoss, Hornafjörð oflr staði. Og þar sem ég er að fá bílprófið mitt aftur í byrjun næsta árs að þá get ég leyft mér að fara meira um landið og hjálpa til en ég hef gert áður.
Markmiðið sem mig langar að ná á næsta ári er að eignast konu sem gengur sama veg og ég:) Fara fleyrri ferðir um landið og hjálpa til við að breiða út trúnna... Ætli ég reikni ekki með því að vera mikið á flakki allt næsta ár og fara svona 1-2 ferðir í hverjum mánuði sem ættu þá að ná á annan tug sem er þannig séð lítið mál... En ég trúi því að næsta ár verði áframhaldandi ár uppskeru og sigurs. Við munum fá að að sjá marga stórkostlega hluti gerast í líkama Krists og marga komast til trúar. Ég trúi því að það sem við höfum séð í haust sé aðeins byrjuninn á miklum og stórum hlutum sem gerast á næsta ári. Árið 2008 verður vakningarárið mikla og ég segi við ykkur prestar farið og byggið stærri kirkjur til að geta tekið við þeim sem munu frelsast... á þessu ári hafa í kringum 1000 manns frelsast en eigum við ekki að setja markmið og segja 5 þúsund á næsta ári sem munu komast til lifandi trúar og síðan allt Ísland í kjölfarið af því.. ÉG ætla að spá því kotmótið verði með fjölmennustu útiáhátíðum um verslunarmannahelgina og á komandi árum orðin sú lang stærsta...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvað er hjónaband?
29.12.2007 | 12:04
Þar sem ég fer í brúðkaupi í dag að þá langar mig að skoða það hvað hjónaband er.
1.mós.2:18-24 ...18Og Drottinn Guð sagði: Eigi er það gott að maðurinn sé einn. Ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi. 19Drottinn Guð mótaði nú öll dýr merkurinnar og alla fugla himinsins af moldu og lét þau koma fram fyrir manninn til þess að sjá hvað hann nefndi þau. Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldu þær bera. 20Og maðurinn gaf öllu búfénu nafn ásamt fuglum loftsins og dýrum merkurinnar. En hann fann manninum enga meðhjálp við hæfi.
21Þá lét Drottinn Guð djúpan svefn falla á manninn. Og er hann var sofnaður tók hann eitt af rifjum hans og setti hold í þess stað. 22Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu sem hann hafði tekið úr manninum og leiddi hana til mannsins. 23Þá sagði maðurinn: Loks er hér bein af mínum beinum og hold af mínu holdi. Hún skal kvenmaður kallast af því að hún er af karlmanni tekin.
24Af þessum sökum yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr með eiginkonu sinni, og þau verða eitt.
Hjónaband er sáttmáli milli karls og konu að gefast hvoru öðru í blíðu og stríðu.
5og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa með konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður. 6Þannig eru þau ekki framar tvö heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman má eigi maðurinn sundur skilja.
Hjónabandið er gjöf til okkar mannana frá Guði. Hjónabandið er ekki eitthvað sem kom frá einhverri menningu heldur er það áætlun Guðs til okkar mannana að fjölga okkur og vera frjórsöm. Þá talar Biblían um það að hjónabandssængin skal vera óflekkuð. Margir hafa komið fram með þá kenningu að þetta þýði það að fólk megi ekki gera það fyrir giftingu. En skilgreining Guðs á hjónabandi er sú að um leið og þú hefur haft samfarir við aðila að þá eruð þið gift. Þess vegna talar Biblían um það að þegar menn sofa hjá konu að þá verða þeir að taka hana að sér sem eiginkonu sína. En hvað þýðir það þá að hafa óflekkaða hjónasæng?
Svarið er mjög einfallt. Að hafa óflekkaða hjónasæng þýðir einfaldlega það að kynlífið er athöfn milli hjóna og þau eiga ekki að leyfa öðrum að taka þátt í henni eða hafa samræði við aðra aðila. Á dögum gamla testamenntisins var það dauðadómur að halda framhjá. Að drýgja hór þýðir að halda framhjá og mér er minnisstætt þegar það átti að grýta hórkonuna fyrir framan Jesú. En hann svararði sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.
Þannig að hjónabandið snýst ekki bara um kynlíf heldur er kynlífið toppurinn á ástinni eins og sagt er. Þegar karl og kona hafa samfarir þá verða þau eitt. Það sem gerist í þessari athöfn að það myndast ákveðin tengsl á milli þessara einstaklinga og í kynlífinu verða þau eitt þar sem þau tengjast saman.
Hvað er þá aðalatriðið í hjónabandi? Mér hefur verið kennt að grunnurinn á alltaf að vera, vinátta, traust og virðing, síðan komi kynlífið. Þannig að gott hjónaband er samband milli 2 einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna saman í því að takast á við lífið eins og það kemur fyrir. Einstaklinga sem treysta hvor öðrum og einstaklingar sem bera virðingu fyrir hvorum öðrum.
Mér hefur líka verið kennt það að helsta þörf konunar að henni sé sýnd ást og hlýja. Helsta þörf karlmannsins er kynlíf. þarna eru 2 ólíkar þarfir sem þarf að uppfylla. Til þess að ég fái mínum þörfum sem karlmaður uppfyllt, þá þarf ég að uppfylla þarfir konunar og sýna henni ást og hlýju.
En samt er eitt sem ég skil ekki við konur, ef maður er góður við þær, þá fara þær í burtu og segja að menn séu væmnir og byrja svo með mönnum sem fara ílla með þær. þetta er svona því miður í mörgum tilvikum. Afhverju konur laðast frekar af skíthælum en mr.niceguy get ég ekki svarað. En eitt er þó víst að hjónabandið er heilagur sáttmáli settur fram af Guði og mun vara meðan lífið er á jörðinni:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)