Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hæfileikar

 

Hæfileikar eru eitthvað sem er oft uppgvötað á ýmsum sviðum lífs okkar. Við heyrum oft fréttir að uppgvötaður hafi verið skáksnillingur, efnilegur knattspyrnumaður , efnileg söngkona oflr. En í hverjum manni búa 500-700 hæfileikar. Margir uppgvötaðir og margir óuppgvötaðir. Þegar fólk segist ekki geta neitt að þá fer það allgjörlega á mis við það sem það er skapað til að gera.

Það er enginn eins og þú. Það er bara eitt eintak til af þér og enginn getur gert allt sem þú getur gert. Þú hefur ákveðin tilgang og hæfileikar þínir segja til um það sem þú ert og hvað þér er ætlað að gera. Ef þú veltir því fyrir þér, hvað þér fannst skemmtilegast að gera þegar þú varst yngri, hvaða fagi þér gekk best að læra í oflr. Segir þetta þér ekki svoldið til um hvað þú getur  gert.

Ef einhver hefur sagt þér að þú getir ekki gert neitt og það verði ekkert úr þér að þá er sá aðili að flytja þér skilaboð beint úr pyttinum frá helvíti. Guð skapaði þig með alla þá hæfileika sem þú hefur. Við bara misnotum þá oft eða förum ílla með það sem Guð hefur gefið okkur. Guð gaf þér hæfileika og gjafir til að nota fyrir sig og líkama hans. Þarna kemur að sögunni um talenturnar. Einn fékk 10, annar fékk 5 og sá síðasti 1 talentu. Þessi sem var með 10 talentur notaði þær og óx og það sem hann fékk margfaldaðist og varð að miklu meira en 10 talentum. Það sama var með 5 talentur notaði þær líka og þær margfölduðust. En sá sem fékk eina notaði ekki það sem hann fékk og það varð ekkert úr þessari talentu.

Þegar við munum standa frammi fyrir Guði á efsta degi að þá verður því varpað fram fyrir mig og þig. Hvað gerðir þú við það sem ég gaf þér? Það er okkar val að verða eins og þeir með 5 og 10 talenturnar eða eins og sá sem var með eina og notaði hana ekki.

Í þessu tilviki er talað um talentu sem hæfileika. Í hvað fara þínir hæfileikar?


Hvað gerist þegar við förum að starfa fyrir Guð?

 

Þetta er svoldið áhugaverð spurning til að hugleiða. Í gærkvöldi þegar ég var upp í ármúla á samkomu var ég beðin að koma upp ásamt öðrum og segja hvað það er sem breyttist þegar ég fór að starfa fyrir Guð.

Ég svaraði þessu án þess að hugsa mig eitthvað mikið um með stuttum fyrirvara en svo fór ég að velta þessu fyrir mér.Málið er það að Guð skapaði okkur eitt og sérhvert ólík til þess að við gætum gagnast hvoru öðru. En hvað er það sem breyttist hjá mér ?

Það er reyndar svoldið margt sem breyttist. Það fyrsta er að ég fór að finna fyrir ábyrgð. Ég var alldrei tilbúin að taka ábyrgð á neinu áður fyrr ég hljóp bara í burtu þegar það kom að þeim punkti. Ég fór að vaxa í trúnni og þroskast meira. Það er svoldið fyndið að þegar ég var í fyrsta Biblíuskólanum mínum að þá kenndi einn kennarinn mér að auðmýkt og trúfesti væri það sem Guð vildi sjá hjá mér í þjónustu minni. Og þar sem mér fannst það niðurlæging að skrúbba klósett að þá fannst mér það auðmýkt að skrúbba klósettið. Þannig að ég pantaði alltaf að skrúbba þau.

En málið fyrir mér að þjóna Guði er það að ég geri eitthvað gagn fyrir aðra. Nafnið á þjónustunni skiptir engu máli heldur bara hvaða hugarfar er á bakvið það sem ég geri. Ég trúi því að við þurfum að læra að vera trú yfir því litla svo við getum verið trú í því sem er stærra. Lítil þjónusta er alltaf fyrsta skrefið í átt til þroska í trúnni.

Það sem hefur gerst líka að þessi hugsun: Hér er ég um mér frá mín hefur minnkað. Það má orða það þannig að maður hafi komist út úr rassgatinu á sjálfum sér og eigingirnin minnkað til muna. Maður fær áhuga á því að hjálpa öðrum og vex þannig í kærleika. Þetta er það sama og með 12 sporakerfið og fundi. Batinn frá því sem maður er vanmáttugur fyrir felst  í því að framkvæma þess spor og gefa svo áfram það sem maður hefur öðlast. Þjónustan innan deildar okkar er til að hjálpa okkur að taka ábyrgð og þroskast. Maður byrjar smátt og vex svo. Sama er með tré eitt sinn var það lítið tré en fór svo að vaxa og geta veitt öðrum skjól. Þannig er það með okkur, við byrjum lítið og vöxum svo þannig að við verðum hæf til að hjálpa öðrum og gefa áfram af því sem okkur hefur hlotnast.


Allt hefur sinn tíma

Allt hefur sinn tíma. Eitt af því sem truflar nútímamanninn er óþolinmæði. Fólk ætlast til þess að fá skyndilausnir í öllum málum. Bara svona eins og að fá sér skyndikaffi. En í mörgum málum er bara ekki til nein skyndilausn.


Þegar það kemur af því að gefa Guði líf sitt. Að þá er ekki hægt að ætlast til þess að einstaklingar breytist bara 100% á no time. Það gengur alldrei upp. Ávextir þurfa sinn tíma til að vaxa og þroskast. Sama er það með þegar kona gengur með barn. Það tekur 9 mánuði og ekkert sem heitir skyndilausn þar eða skyndimeðganga. Það að þroskast tekur sinn tíma. Það að vaxa og verða fullorðinn hefur sinn tíma.


Þetta er það sama hjá Guði. Einstaklingar sem ganga til samfélags við Drottinn þurfa sinn tíma til að þroskast. Á lífsleiðinni rötum við í ýmiskonar raunir og hindranir sem verða á vegi okkar. Þetta er allt saman til að þroska okkur. Jafnvel freistingar eru settar í veg okkar til að þroska okkur. Í Freistingum höfum við alltaf tvo valmöguleika og það er að þroskast eða falla í freistnina. Þroskinn kemur þegar við stöndumst þær. En til að sigrast á freistingu er best að hundsa þær. Þá er átt við að leiða hugan að einhverju öðru sem því sem freistar okkar.


En þegar maður byrjar að ganga með Guði að þá er það sem skiptir mestu máli er að lesa í Biblíunni og ef það er eitthvað sem maður skilur ekki að þá er bara að vera nógu dugleg(ur) að spyrja sig til um hvað hlutirnir þýða og læra að stúdera og fá sér gott Biblíuforrit. Bænin skiptir líka miklu máli. Til að byrja með biðjum við bara eins og okkur dettur í hug. En þegar við förum að ganga lengra með Guði að þá byrjum við að þroskast og þar af leiðandi bænalífið líka og það verður dýpra.


En til þess að þroskast þá þurfum við þolinmæði. Einstaklingar sem koma til Guðs verða alltaf að fá að vera þeir sjálfir og finna það að þeir eru jafningjar okkar þótt þeir hafi gengið styttra með Guði. En við eigum að hjálpa þeim fyrstu skrefin og hjálpa þeim að þroskast og tengjast í Guðsríkinu. En allt hefur þetta sinn tíma...


Annasamir tímar

 

Annasamir tímar geta verið hjá öllum. Oft verður álagið mikið og kannski lítill tími fyrir mann sjálfan. En mikið áreiti getur haft þreytandi áhrif á mann. Oft á tíðum verður maður mjög þreyttur. En það er þá það sem skiptir miklu máli að hafa mikin innri styrk og þolinmæði.

Þolinmæði hefur kannski ekki verið minn sterkasti þáttur en eitt sinn taldi ég mig vera höndla þolinmæðina með því að fara með þáverandi konunni í fatabúð þar sem það tók hana 4 klst að finna einar buxur. En slík þolinmæði er allveg góð en þolinmæði gagnvart þeim sem þurfa hjálp og gagnvart því að það sé mikið að gera er það sem þarf. Umburðarlyndi ætti kannski líka heima í þessum pakka, að umbera fólk eins og það er.

En það sem ég ætlaði að hugleiða er hvaðan kemur sá innri styrkur sem maður hefur? Minn innri styrkur kemur frá Drottni. Því að án hjálpar hans væri ég óþolinmóður og ekki að hugsa um neitt annað en sjálfan mig. En þegar maður er með Drottni að þá getur maður fengið allan þann styrk sem maður þarf. 81 þýðinginn segir í Fil.4:13 Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir. En New Living Translation kemur með betri útleggingu á þessu versi. Allt get ég gert fyrir hjálp Krists, sem gefur mér allan þann styrk sem ég þarf.

Drottinn hefur lofað okkur öllum þeim styrk sem við þurfum. En hvernig fáum við þennan styrk frá honum? Með lestri í orðinu og bæn. Þegar það koma annasamir og erfiðir tímar að þá getur maður samt fengið að hvíla í klettinum Jesús. Þegar stormarnir geisa að þá getur maður leitað skjóls hjá Jesú og verið glaður. Þannig að annasamir tímar geta verið tímar sem þroska okkur og hjálpa okkur að taka samfélag okkar við Drottinn á dýpra stig. Að lesa og biðja skiptir öllu máli. En það er ekki alltaf mikill tími til þess að gera það í næði. En það má biðja hvar sem maður er allan sólarhringinn og biðja Drottinn um þann styrk sem maður þarf.

Biblían segir að ungmenni munu þreytast sem reyna sig á eigin styrk og gamalmenni sem reiða sig á Drottinn þeir þreytast ekki. Einn sálmur segir hvaðan  kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar. Jesús hafði alltaf mikið að gera. En hann tók sig samt alltaf frá til að eiga samfélag við Föðurinn. Marteinn Lúther sagði að ef dagurinn framundan væri annasamur að þá myndi hann vakna fyrr og biðja aukalega. Enda gat hann áorkað miklu. Jesús gæti þess stöðuglega að vera í samfélaginu við Föður sinn enda er Jesús sá sem breytti heiminum fyrir 2000 árum síðan og er enn að breyta lífum fólks sem til hans leitar. En hvaðan kemur þinn styrkur? Að það sé mikið að gera er engin afsökunm fyrir því að vanrækja samfélagið við Drottinn.


Freistingar

Freistingar eru svona áhugavert viðfangsefni til að hugsa um. Hvað er freisting og hvaðan kemur hún. Freisting er eitthvað sem okkar eigin girnd eða þrár reyna fá okkur til að gera. Segju til dæmis manneskja sem er með of mörg aukakíló utan á sér má ekki borða nammi nema einn ákveðin dag í vikunni. Þessi manneskja sér nammi fyrir framan sig einn dag sem ekki má borða. Hún stendur þá frammi fyrir því að falla á því sem hún er að reyna standa sig í eða standa sterk og hafna því að leyfa sér að hugsa um að fá sér nammi.

Mér hefur verið kennt að freistingar koma frá mér sjálfum og því sem ég er veikur fyrir. Það sem er auðvelt fyrir mig að standast getur varla kallast freisting. Biblían segir að það sé mín eigin girnd sem freistar mín. Ég get valið það að koma mér ekki í aðstæður þar sem mín er freistað. Ef ég myndi reykja síkarettur og væri að hætta að þá myndi ég forðast það að kaupa mér pakka eða vera mikið í kringum þá sem eru að reykja. Það myndi auðvelda mér að hætta þar til ég er orðin nógu sterkur til að geta verið í kringum fólk sem reykir. Það er það sama með nammið. Ef ég væri að reyna hafa hemil á nammiátinu í mér að þá myndi ég ekki hanga í sjoppunni allan daginn. Ég myndi forðast það til að freistingin yrði mér ekki yfirsterkari.

En allt þetta byrjar í hausnum á okkur með hugsunum. Ég get ekki ráðið því hvaða hugsunum óvinurinn reynir að skjóta í kollinn á mér en ég get valið það að hafna henni þegar hún kemur upp. Ef ég er ákveðin að leyfa ekki neinni girnd að veltast um í hausnum á mér að þá truflar hún mig ekki. Sumt eigum við erfitt með að standast og annað ekki. Sumu getur maður bara fallið fyrir strax.

En hvað á maður að gera þegar eitthvað er manni um megn? Svarið er einfallt. ‚Ákalla Guð og biðja hann um kraft til að sigrast á þessu. Það er allt í lagi þótt maður biðji Guð 100 sinnum sama daginn um kraft til að standast freistingu. Hann fær ekkert leið á því að hlusta á okkur eða er alldrei busy heldur alltaf online og tilbúin að svara og hjálpa.

Biblían segir að maður sé sæll þegar maður stenst freistingu.

En það er tvennt sem freisting getur alið af sér. Það fer í raun bara eftir þínum viðbrögðum við henni. Ef þú fellur þá brítur það þig niður. En þá er bara að standa aftur upp og reyna halda áfram sínu striki. Ef maður stenst hana þá þroskast maður .

Þetta er alltaf okkar val að hrasa eða þroskast.


Bréf til Eiginmanns og svar til eiginkonunar:)

 

Kæri  eiginmaður.

Ég skrifa þér þetta bréf því ég hef ákveðið að fara frá þér. Ég hef verið þér góð eiginkona í sjö ár án þess að það hafi skilið nokkuð eftir. Þessar síðustu tvær vikur hafa verið algjört helvíti. Það sem fyllti mælinn var þegar yfirmaðurinn þinn hringdi í dag til að segja mér að þú hefðir sagt upp vinnunni þinni!!!!

Hvað varstu eiginlega að hugsa  ?????? Í alvörunni, bara í síðustu viku komstu heim úr vinnu og tókst ekki einu sinni eftir því að ég hafði farið í klippingu. Ég eldaði meira að segja uppáhalds matinn þinn og til að reyna að vekja athygli þína klæddist ég glænýjum sexý náttkjól um kvöldið!!!! Þú hinsvegar komst heim,gleyptir í þig hluta af matnum á innan við mínútu, fórst svo upp í rúm þar sem þú gláptir á fótboltaleikinn í sjónvarpinu eins og þú gerir ALLTAF....áður en þú steinsofnaðir!! Þú ert alveg hættur að segja að þú elskir mig og ert líka alveg hættur að snerta mig! Annaðhvort ertu búinn að vera að halda framhjá mér eða elskar mig hreinlega ekki lengur. Hver sem skýringin er.....þá er ég farin frá þér.

 

Ps. Ekki reyna að hafa upp á mér.....því þú verður bara fyrir vonbrigðum því ég og Halldór bróðir þinn höfum ákveðið að hefja búskap saman.

 

Vertu blessaður.......!

 

Þín FYRRVERANDI eiginkona ! 

 

 

Sagan endar Þó ekki þarna...

 

 

Kæra fyrrverandi eiginkona.

Mig langar að byrja á að segja þér að ekkert hefur glatt mig eins mikið lengi og að fá bréfið frá þér í dag. Það er rétt hjá þér að við höfum jú verið gift í sjö ár en að þú skulir halda því fram að þú hafir verið mér góð eiginkona  þessi sjö ár.....er ansi langt frá sannleikanum verð ég að segja. Rétt skal vera rétt og til að útskýra mína hlið á málunum þá þér að segja  horfi ég svona oft á fótboltann í sjónvarpinu til að losna við þurfa að hlusta á þetta stanslausa röfl í þér út af öllu og öllum! Verst að það virkar ekki eins vel og ég hefði viljað! Og bara svo að þú vitir það þá tók ég VÍST eftir því að þú hafðir farið í klippingu í síðustu viku. En málið var að mér þótti klippingin bara svo misheppnuð og hrikalega ljót enda leistu út eins og karlmaður! Og þar sem móðir mín elskuleg kenndi mér að segja frekar ekki neitt ef maður hefði ekkert fallegt að segja.. ....ákvað ég að þegja! Eitthvað hefur þú svo ruglað mér saman við hann Halldór bróður  þegar þú segist hafa eldað uppáhalds matinn minn því þér að segja hætti ég að borða svínakjöt fyrir rúmum sjö árum síðan !!! Ástæðan fyrir því að ég fór að sofa þegar þú klæddist nýja sexý náttkjólnum þarna um kvöldið var einfaldlega sú að þegar ég sá verðmiðann aftan á náttkjólnum gat ekki annað en velt því fyrir mér hvort það gæti virkilega verið tilviljun að kjóllinn kostaði 3.999 kr. og að Halldór bróðir hafði fengið lánaðan hjá mér 4 þús. kall fyrr um daginn!!!!!! En bara svo að þú vitir það þá elskaði ég þig þrátt fyrir allt og vonaðist til að við gætum reynt að laga það sem farið hafði úrskeiðis í hjónabandinu. Þannig að þegar ég svo uppgötvaði að ég hefði unnið í 572 milljónir í víkingalottoinu í dag ákvað ég að segja upp vinnunni minni og koma þér á óvart með því að kaupa handa okkur tvo miða til Jamaika. En þegar ég kom heim varst þú farin og mín beið bréfið frá þér. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu. Ég vona bara að þú finnir þá fyllingu í þeirri ákvörðun sem þú hefur tekið. Lögfræðingurinn minn hefur tjáð mér að með bréfi þínu hafir þú fyrirgert rétti þínum til lottovinningsins þannig að því miður fyrir þig er hann er alfarið minn.

 

Vona að þú hafir það bara gott í framtíðinni.

 

Já og meðan ég man..........er ekki alveg viss hvort ég sagði þér það nokkurntímann en Halldór bróðir er ekki fæddur Halldór....heldur....Halldóra.

 

Vona að það komi ekki að sök.

 

Með ótrúlega góðri kveðju frá Jamaika....

 

Hinn moldríki og frjálsi FYRRVERANDI eiginmaður þinn!


Sköpuð til að mótast...

 

Eitt af því sem ég hef lært er að það er fimmfaldur tilgangur sköpunar okkar. Það er að segja að tilgangurinn með því að ég og þú séum til er fimmfaldur.

 

1. Sköpuð Guði til ánægju ( eiga samskipti eða samfélag við Guð)

2. Sköpuð fyrir fjölskildu Guðs ( eiga samskipti við trúsystkyn okkar og annað fólk)

3. Sköpuð til að líkjast Kristi ( markmið sérhvers kristins manns er að reyna líkjast Jesú sem mest)

4. Sköpuð til að mótast ( þennan þátt ætla ég að blogga aðeins um núna)

5. Sköpuð fyrir verkefni ( ýmsir hæfileikar sem  við höfum og því mismunandi verkefni og vinnur sem henta okkur)

 

Þetta er hinn fimmfaldi tilgangur lífs okkar. En það sem mig langar að velta fyrir mér að vera skapaður til að mótast. Þetta gæti virst frekar skrítið að lesa þetta að vera skapaður til að mótast. Við fæðumst öll inn í ákveðið umhverfi og aðstæður sem hafa áhrif á líf okkar og hvernig við verðum. En það er ekki þar með sagt að sú reynsla gefi rétta mynd af því hver við erum í raun og veru.

Að vera skapaður til að mótast þýðir einfaldlega það að lífið bíður upp á fullt af vandamálum og erfiðleikum til að komast í gegnum. Sumir segja að við eigum ekki að líta á hlutina sem vandamál heldur sem verkefni til að leysa. Við getum lent í slæmum aðstæðum þar sem okkur er um megn að komast út úr. En þá er akkúrat tími til að beygja kné sín frammi fyrir Guði og leita hans. Guð notar kringumstæður til þess að móta karakter okkar. Við getum valið það sjálf að þroskast í gegnum þær raunir sem koma eða valið það að láta það brjóta okkur niður.

Lífið er eitt próf sem við göngum í gegnum. Lífið hér á jörðinni mótar okkur fyrir það sem við verðum í eilífðinni. Samkvæmt þessu að þá verður maður sami karakter í eilífðinni í paradís nema án syndugs eðlis. Guð skapaði manninn fyrir sig sér til ánægju en maðurinn þarf sjálfur að velja það að vilja fylgja Guði. Þeir sem völdu það að ganga Guðs veg munu svo vera með Guði um alla eilífð.

Hvernig tekur þú á aðstæðum sem koma upp í lífi þínu? Ein góð setning sem ég heyrði sem er svona: Svo er Guði fyrir að þakka að allt hefur tilhneigingu til að enda vel af lokum. Þetta sýnir þá mynd að Guð er snillingur að láta eitthvað gott koma út úr slæmum aðstæðum.

Mér var kennt að þegar ég baka að þá þarf ég ákveðin hráefni í kökuna. Ef ég tek bara eitt hráefni og ét það, Þá er það ekkert sérlega gott. En ef ég tek öll hráefnin og blanda þeim saman í eina köku þá verður útkoman góð.

Þannig er það með okkur. Að allir erfiðleikar og allt sem lífur hefur upp á að bjóða mótar okkur og gefur útkomu á því hver við erum. Ég hef alltaf trúað því að erfiðleikar opinbera í raun hvernig samfélag okkar við Guð er. Hvort við séum í raun að treysta honum og taka frá tíma. Sá sem ræktar samfélag sitt við Guð veit það þegar á reynir að Guð bregst ekki, því að undirstaðan sem er samfélagið við Drottinn hefur verið traustlega byggð. En þeir sem falla frá eru þeir sem byggðu allt upp á upplifunum og annað sem er ekkert annað en sandur og fjarar undan þeim.

Fyrir mér að þá snýst þetta um að treysta Guði fyrir öllu og leyfa honum að móta okkur í það sem hann skapaði okkur til að verða.


Varast skal að rangtúlka Biblíuna og láta hana segja annað en hún er að segja

 

Eitt af því sem hefur verið að valda mér pirringi undanfarið er rangtúlkun á versi í Matteusarguðspjalli. 

Matt 6:33...En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.

 

Villan sem um ræðir er að margir sem tala út frá þessu versi segja í stað þess að segja allt þetta mun veitast ykkur að auki, allt annað mun veitast ykkur að auki. Með því að segja allt annað mun veitast ykkur að auki að þá er búið að taka versið úr samhengi. Til þess að geta skilið hvað Jesús á við að þá þarf að lesa allan kaflan í samhengi og þá sér maður strax, að það sem Jesús á við er að hann  er að tala um fæði, klæði og húsnæði. Það er að segja að Guð hefur lofað okkur að gefa okkur það sem við þörfnumst ef við leitumst eftir hans ríki og leitumst eftir því að lifa réttlátu lífi.

Það sem þetta þýðir er það að þinn himneski Faðir þekkir allar þarfir þínar og mun veita þér það sem þú þarfnast dag frá degi ef þú leitast eftir því að lifa fyrir hann og gerir hann að uppsprettum lífs þíns.

Þetta þýðir ekki það að þú getir ætlast til þess að Bens birtist fyrir utan hús þitt á morgunn af því að þú ert að fylgja Guði. En það gæti samt gerst. En það er ekki það sem Guð lofar þér. Hann segir ég þekki þarfir þínar og mun veita þér það sem þú þarft.

Þegar Ísraelsmenn gengu um í eyðimörkinni í 40 ár. Þá áttu þeir engar brygðir af mat. Guð sá samt um þau dag frá degi. Guð hefur ekkert breyst og hann sér um þig dag frá degi. Jesús vildi líka benda okkur á að það væri óþarfi að sitja á auð okkar og láta hann hafa stjórn á lífi okkar. Ég hef lært það þessi 8 ár sem ég hef gengið með Guði að um leið og ég geri það sem er rétt að þá lánast mér allt og ég fæ allt sem ég þarf. Þetta er ekki bara vers heldur fyrirheit um að treysta Guði fyrir lífi sínu.


Hvernig hugarfar ert þú með?

 

Hugsunarháttur okkar skiptir miklu máli og mótar það hvernig við tölum og annað við aðra. Hugsunarháttur okkar hefur líka með það að segja hvernig við bregðumst við ákveðnum aðstæðum.

Það er svo allgengt að heyra fólk baknaga aðra og gera lítið úr þeim þegar aðrir heyra ekki til þeirra. En þessi aðilar eru þá bara að tala um sjálfa sig. Með þeim dómi sem þú dæmir, munt þú dæmdur verða. Það hvernig við tölum hefur allt með það að gera hvernig við hugsum.

Biblían segir að maður eigi að endurnýja hugarfar sitt. Byrja að hugsa á annan hátt en maður gerði áður. Það sem hefur verið mesta áskorunin fyrir mig í þessu tilviki er að hætta að hugsa bara um sjálfan mig. Þegar hugsanir mínar hætta að snúast eingöngu um mig frá mér til mín að þá er maður komin langt í land með að hafa gott hugarfar.

Biblían segir líka að við eigum að vera með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.  Jesús hafði það hugarfar að gera vilja Föðurins. Jesús sagði ekkert geri ég af sjálfum mér heldur eitt það sem Faðirinn hefur sagt mér að gera.

Hugarfar okkar þegar veikindi koma eða þegar einhver gerir okkur eitthvað hefur líka heilmikið að segja. Það er svo sem ekkert óallgengt að þegar fólk veikist að það fari að vorkenna sjálfum sér. Það er ekkert að því að láta vita að maður sé orðin veikur og þurfi að fá frí í vinnunni eða því sem maður er að gera. En að vera vorkenna sér fyrir það sem komið er fyrir mann er ekki jákvætt. Sagt er að bati frá veikindum hefur 80% með hugarfarið að gera. Ef maður hugsar vel um sig og er ákveðin í að taka hlutunum eins og þeir eru að Þá kemur ekki upp þessi hugsun æ aumingja ég eða afhverju ég? Lífið hefur upp á fullt af hlutum að bjóða sem verða á vegi okkar til að þroska okkur. En það skiptir miklu máli að hugarfarið sé rétt.

Þetta er það sama með hjón. Þau hafa gefist hvort öðru og eiga að hafa hugan hjá hvoru öðru. Það er ekki eðlilegt að fólk sé að hugsa um aðra á kynferðislegan hátt en maka sinn. Þess vegna í því tilviki skiptir það öllu máli hvernig við hugsum um makan og aðra í kringum okkur. Það geta skotist upp freistingar og annað í huga okkar og hugsanir sem við viljum ekki hugsa en það er þitt að velja hvað þú gerir við þessa hugsun. Ef fólk leyfir hugsunum að krassera í hausnum á sér að þá fer það að tala það út og svo framkvæma það. Ef annar makinn hvort sem það er karl eða kona fer að skoða klám á netinu að þá byrjar hugsunarhátturinn að brenglast. Síðan fara hugsanir að skjótast upp í kollinn um ótrúnað, síðan verður þetta talað út og áður en þú veist af ertu farin að halda framhjá maka þínum. Jesús sagði að hugsa girndarlega um aðra væri framhjáhald í hausnum á þér. Jesús er Guð og veit hvað hann segir. Fyrir mér er þetta aðvörun að leyfa ekki svona hugsunum að krassera í hausnum á okkur því það hefur slæmar afleiðingar. Hvaða áhrif hefur það að halda framhjá? Jú það hefur þær afleiðingar að traust tapast, nándin tapast og vináttan kólnar, og þar með kærleikurinn til makans líka og það getur margt annað slæmt fyglt í kjölfarið á þessu.

Að hugsa er ekki bara að leyfa hugsunum að vafra um hausinn á okkur sem skjóast upp. Það sem þú hugsar það ert þú. Það hvernig þú talar það ert þú. Það hvað þú framkvæmir ert þú. En allt byrjar þetta með einni hugsun. Hvernig hugsar þú?


Sköpuð til að líkjast Kristi

2Kor 5:17.Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.

Eitt af því að vera kristin er að deyja af sjálfum sér og leifa Guði að vaxa innra með sér. Það er að segja að mitt gamla eðli á að minnka og eðli Guðs að vaxa.

Gal 2:20.Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

Páll skildi þennan leyndardóm og sagðist vera dáin af sjálfum sér og það væri ekki framar hann sem lifði heldur Kristur í honum.Jóhannes skírari sagði:

 Jóh 3:30.Hann á að vaxa, en ég að minnka.

Jóhannes skírari vissi það að hann ætti sjálfur að minnka sínu eðli og vaxa í eðli Krists.Biblían bendir okkur aftur og aftur á það að deyða líka það jarðneska í fari okkar. Biblían segir líka að við eigum ekki að haga okkur á sama hátt og hinir sem ganga ekki með honum. Við eigum ekki að mótast eftir menningunni eða tíðarandanum eins og hann er kallaður. Við eigum að mótast eftir þeirri Mynd sem Guð skapaði okkur til að verða.

1Mós 1:26.Guð sagði: Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni.

Þegar Guð skapaði okkur, þá sagði hann ekki ég ætla að skapa manninn svo hann geri það sem honum dettur í hug eða fari sínar eigin leiðir, eða mótist eftir þvi sem er að gerast hverju sinni. Guð sagði við skulum skapa manninn í okkar mynd, líkan okkur. Þarna sést að Guð var ekki bara einn heldur 3 Drottinn= Faðir,Jesús og Heilagur Andi.  Þegar mannkynið hafði fallið og var komið langt frá því sem það var skapað til að vera að þá kom Kristur og varð okkur fyrirmynd og okkar markmið sem kristin á að vera líkjast honum sem mest. Við vorum sköpuð til að verða lík Guði.

En samt ekki misskilja mig við verðum ekki Guð eða aðrir Guðir. Við verðum Guðleg og það er allt annað. En samt erum við oft að reyna leika Guð með því að reyna stjórna aðstæðum í kringum okkur og öðru fólki og notum ýmsar aðferðir til þess. En okkur er ekki ætlað að stjórna neinum nema sjálfum okkur. Guð skapaði okkur fyrir sig til að líkjast sér. Lífið á jörðinni er bara skóli til að móta okkur á þann hátt sem við eigum að verða í eilífðinni með honum. Þannig að samkvæmt því að þá munum við verða með sömu persónurnar nema án syndar. Synduga eðlið verður farið og við fáum nýjan dýrðarlíkama.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband