Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Ljóð handa fallegu kærustunni minni

Fyrst þegar ég sá þig, tók hjartað aukakipp,
ég spurði Guð hvort ég mætti kynnast þér.
Síðan fór hjarta mitt að bráðna af ást til þín,

Þegar ég held utan um þig hlýnar mér innan frá,
fegurð þín gerir mig hugfanginn.
Ég hugsa stöðuglega um þig allan daginn.
Þú átt stórt pláss í hjarta mínu.

Að halda utan um þig er gott,
finna ilimin af þér og hlýjuna.
Þakklátur Guði ég er,
að fá að kynnast þér :)


Brandari

Gamall maður er á akstri á nýjum blæjubens að halda upp á það að vera laus við konuna. Sá gamli lætur vindin leika við skallan á sér og þessi 3 hár sem eru eftir á toppnum á honum. Eftir smá stund lítur sá gamli í baksýnisspegilinn og sér lögguna fyrir aftan sig og svo á hraðmælirinn um leið sem var kominn upp í 180 km hraða. Sá gamli hugsar ég læt sko ekki lögguna ná mér á Bens. Gamli skallinn gefur allt í botn og byrjar að reyna stinga lögguna af en sér svo af sér og hægir á sér og stoppar út í kannti.

Löggan kemur og segir heyrðu það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur í dag og allveg að koma vaktaskipti. Ef þú kemur með ´nógu góða afsökun þá skulum við sleppa þér. Gamli skallinn hugsar sig vel um og lætur svo út úr sér. Hey sko konan mín stakk af með lögreglumanni fyrir nokkrum dögum og ég var bara svo hræddur um að þið væruð að skila henni aftur...


Jólin allveg að koma án þess að maður taki eftir því

Jólin virðast vera koma á harðahlaupum og það styttist í að aðfangadagur sé að koma. Einhvern vegin hef ég ekki orðið var við neina jólageðveiki þetta árið. Það er kannski af því að það ber mun minna á því hérna í Keflavík en í Höfuðborginni.

Allavegana hefur hugarfar mitt gagnvart jólunum breyst síðustu ár. Allar þessar gjafir oflr er bara orðið aukaatriði fyrir mér núna. Mér væri allveg nákvæmlega sama þótt það væru engar gjafir í boði. Fyrir mér snýst þetta meira um að njóta þess að vera með fjölskildunni og eyða með þeim tíma. Mér finnst sá tími sem maður gefur í samveru með sínum nánustu dýrmætari en allar veraldlegar gjafir.

En fyrst og fremst eru jólin fyrir mér, tími til að minnast fæðingu Frelsarans Jesú Krists. Það er svoldið merkilegt að Guð sjálfur fæðist sem lítið ósjálfbjarga barn og með stóra áætlun frá himnum til að hrinda í Framkvæmd. Jesaja spámaður segir að hann muni verða kallaður Immanúel sem þýðir Guð með oss, Guð er á meðal okkar, Guð opinberaður i holdi.

Það er svoldið skemmtilegt að setja sig inn í þann atburð þegar Fæðingin átti sér stað. Að sjá Frelsara heimsins fæðast. Ég hugsa að það hafi eitthvað sérstakt gerst í hjarta Maríu og Jósefs þegar þau fengu þá ábyrgð að ala upp Jesú. Það hefði verið gaman að hafa verið til á þessum tíma á jörðinni og fylgjast með því hvernig hann óx úr grasi.

Fyrst og fremst er ég mest þakklátur fyrir það sem Jesú gerði fyrir mig á krossinum, fyrir eilífa lífið og frelsi undan því sem var að eyðileggja líf mitt. Þegar ég hugsa um orðið kærleikur og hvernig kærleikur Guðs hefur haft áhrif á líf mitt að þá er eitt merkilegt sem ég komst að. Áður en ég kom til Guðs var ég kaldur með steinhjarta, nánast samviskulaus hrotti og orðið Kærleikur eða ást var ekki raunverulegt fyrir mér. Kvöldið sem Guð mætti mér fékk ég að finna það mjög sterkt að ég væri elskaður. En það var samt alltaf eins og ég gæti ekki meðtekið það að ég væri elskaður. Einhvern vegin fannst mér eins og ég væri ekki þess virði að fá ást frá öðrum. En það var ekki fyrr en ég fór að vera upptekin af því að meðtaka elsku Guðs inn í líf mitt að ákveðnir múrar sem ég var búin að byggja upp í kringum mig fóru að hrynja niður. Allt í einu gat ég farið að hleypa fólki allveg að mér, ég fór að geta sýnt öðrum kærleika og hlýju.

Það að meðtaka kærleika Guðs inn í líf sitt skiptir miklu máli, því að þá breytist maður mjög mikið og verður hæfari til að elska aðra. Tala þá ekki um menn eins og mig sem þekktu ekki hvað raunverulegur kærleikur er. Það sem hefur gerst líka að núna nýt ég þess að vera með fjölskildunni og vinum mínum.

Ég vona að fólk sem á ekki mikið milli handana, hugsi á sama hátt að vera saman er dýrmætara en gjafir og finna þá ást sem Guð gefur okkur. Þetta er það sem er efst í huga mínum núna gagnvart jólunum. Jesús kom og gaf líf sitt fyrir okkur, hann gaf okkur sitt réttlæti, hefur sett kærleika sinn í hjarta okkar.

Guð gefi hverjum og einum góð jól þar sem friður og kærleikur fá að flæða á meðal fólks.


Afhverju verður maður latur?

Eitt af því sem ég hef verið að velta fyrir mér er afhverju verður maður latur? Afhverju er maður ekki alltaf duglegur og getur bara gert það sem maður þarf að gera?

Eflaust er ég að velta þessu fyrir mér vegna að akkúrat núna er ég hauglatur og á mörkunum að ég nenni að skrifa þetta

það sem ég er að spá í, ætli það sé innbyggt system í okkur sem gerir það að verkum að þegar við setjumst niður þegar við erum þreytt að líkamin hægi á sér eða eitthvað? Ég hef oft fundið fyrir þessu þegar ég hef sofið lítið. Þá er eins og að líkaminn hafi ekki hvílst nógu vel og sé því einhvern vegin að hæga á manni. Þá á ég við að þetta gæti verið einhversskonar vörn líkamans gegn ofreynslu eða ofþreytu.

Kannski er ég bara svona skrítin að ég er sá eini sem verð svona ef ég hef sofið lítið. En ég verð eiginlega bara latur þegar svefnin hefur verið lítill og hann hefur verið eitthvað afskaplega takmarkaður undanfarið...

Finnur þú oft fyrir leti?


Girndin

Við heyrum oft predikað um að þegar við höfum gefið Jesú Kristi líf okkar að syndavandamálið er ekki lengur til staðar. Því við höfum verið leyst frá syndinni.

Gal 2:20 ...Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

Jesús kristur lifir í okkur og við ekki sjálf framar. En stríðið sem við eigum í dag, er ekki við syndina heldur girndina sem í okkur er. Við könnumst eflaust flest öll við það hvað það er að girnast eitthvað.

2Mós 20:17...Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.

Eitt af boðorðunum 10 segja að við eigum ekki að girnast. Við eigum oft í baráttu við girndina, hvort sem það er að girnast mat, eða girnast aðila af gagnstæða kyninu. En hvað er þá til ráða til að losna undan því að vera alltaf að girnast? Hver er lausnin?

Róm 8:5-14

-5- Því að þeir sem láta stjórnast af holdinu, hyggja á það sem holdsins er, en þeir, sem láta stjórnast af andanum, hyggja á það sem andans er. -6- Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður. -7- Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki. -8- Þeir, sem eru holdsins menn, geta ekki þóknast Guði. -9- En þér eruð ekki holdsins menn, heldur andans menn, þar sem andi Guðs býr í yður. En hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans. -10- Ef Kristur er í yður, þá er líkaminn að sönnu dauður vegna syndarinnar, en andinn veitir líf vegna réttlætisins. -11- Ef andi hans, sem vakti Jesú frá dauðum, býr í yður, þá mun hann, sem vakti Krist frá dauðum, einnig gjöra dauðlega líkami yðar lifandi með anda sínum, sem í yður býr. -12- Þannig erum vér, bræður, í skuld, ekki við holdið að lifa að hætti holdsins. -13- Því að ef þér lifið að hætti holdsins, munuð þér deyja, en ef þér deyðið með andanum gjörðir líkamans, munuð þér lifa. -14- Því að allir þeir, sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs börn.

Eina lausin er að fylla sig af Guði, þá verður hreinlega ekki pláss fyrir girnd eða þrá í synd í lífi okkar.

Róm 1:24-26

-24- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum. -25- Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen. -26- Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg,

Það sem Páll á við í þessum versum er að þegar fólk hefur afneitað Guði og þeirri lausn sem hann bíður upp á, að þá taka við aðrar þrár og girndir í lífi okkar, og þar sem menn vilja ekkert með Guð hafa að þá eru það girndir holdsins sem menn sækjast eftir að lifa eftir. Og þegar menn afneita lausninni frá syndinni sem er í Jesú Kristi að þá er enga aðra lausn að fá og menn eru fjötraðir í synd.

Til þess að útskýra þetta aðeins nánar að þá erum við Andi, búum í líkama og erum með sál. Áður en við gáfum Jesú Kristi líf okkar að þá var andin í okkur myrkraður eða sofandi. En þegar Jesús kom inn í líf okkar að þá lifnaði andinn í okkur við. Þá fyrst fór að koma stríð á milli holdsins og andans. Vegna þess að þegar við vorum í heiminum að þá létum við stjórnast af holdsins girndum því við vissum ekki betur. En þar sem við höfum verið lífguð í Jesú Kristi að þá hefur hugsunarháttur okkar breyst.

Líf okkar breytist mishratt en lausnin er alltaf sú að fylla sig af Guði og gefa honum líf sitt sem sáttarfórn á hverjum degi.

Róm 12:1-2

-1- Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. -2- Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

Á hverjum degi fáum við nýtt upphaf og nýja byrjun og á hverjum degi höfum við val að hafa daginn í Guðs höndum eða reyna feta okkar eigin leiðir sem virka ekki vel. Biblían segir skýrt að við eigum ekki að vera eins og þeir sem hafa ekki veitt Jesú Kristi viðtöku inn í líf sitt. Við eigum að vera öðruvísi og það er áskorun Guðs til okkar allra að gefast honum allgerlega.

Það að halda í syndir í lífi sínu veit ekki á gott. Ég hef oft reynt að halda sumum hlutum út af fyrir mig í lífi mínu og ekki leyft Guði að fá alla stjórn. En það sem gerðist er að ég beið alltaf ósigur fyrir girndinni og komst voða lítið frá þessum hlutum sem ég vildi stjórna sjálfur. Ég losnaði ekkert frá þeim fyrr en ég gaf Guði allt.

Málið er nefnilega þannig að við höldum svo oft í eitthvað en svo þegar við sleppum tökunum á þessum hlutum að þá skiljum við ekkert í því afhverju við gerðum þetta ekki fyrr.

Fil 2:13...Því að það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér til velþóknunar.

Eina þráin eða girndin í okkar lífi á að vera sú að fá meira af Guði. Þá verður ekkert pláss fyrir aðrar þrár í lífum okkar. Okkar himneski Faðir sem við megum allveg kalla pabba þráir að gefa okkur meira og meira...

Drottinn hefur opinberað það fyrir mér að ég sæki oft í girndir til að reyna upplifa viðurkenningu eða ást. En það eina sem við þurfum er ást Föðurins til okkar. Það er það eina sem virkar, að fylla sig af ást Guðs. Vegna þess að þegar við fyllum okkur af ást Guðs að þá hverfur þessi þörf fyrir að vera sækjast eftir viðurkenningu frá mönnum eða þessi leit eftir ást.

Öll sú ást og viðurkenning sem við þurfum, fáum við frá okkar himneska Föður. Jóhannes postuli talar um að fullkomin elska rekur burt allan ótta úr lífi okkar, elska Guðs rekur ekki bara burt allan ótta, heldur líka þrána í syndina. Þess vegna ef við viljum ganga stöðug að þá þurfum við að biðja pabba okkar á himnum að koma og fylla okkar af sinni elsku.


Hvað er sönn ást?

Virðing, aðdáun, traust, vinátta, öryggi, það að vilja gefa, hugga, deila með sér... „Kærleikur er að dragast að allri manneskjunni, hann byggir á virðingu og aðdáun. Kærleikurinn er fullþroska tilfinning sem vex hægt. Jákvæðu hliðarnar sem þú sérð hjá hinum vega upp á móti göllunum. Sannur kærleikur er raunsær og hann særir ekki. Hann innifelur vináttu, gefur öryggistilfinningu og er ánægður með sitt“ segir David Wilkerson. Hann segir líka að kærleikurinn geti vaxið og orðið sterkur í jarðvegi gagnkvæmrar virðingar og í loftslagi þar sem hlustað er á hvað hinn segir. Þá kemur hann fram í skilningi, umhyggju og gleði. Þetta er vel sagt.

Sá sem elskar í raun og veru, hann þráir að gefa.
Kynhneigðin er mikilvægur hlekkur í kærleikanum, en alvöru ástarsamband og sú gleði sem það gefur, er ekki eingöngu bundið við kynferðislega ánægju. Þeir sem elska í raun, þeir þrá að gefa, ekki síður en að taka við. #Sönn ást felur í sér sanna vináttu - gleðina yfir því að fá að vera saman, að brosa saman, upplifa eitthvað saman, gera hlutina á mismunandi hátt, hjálpast að, hugga og uppörva hvort annað#.


113 mán edrú í dag :)

Færslan er stutt í dag ætla að njóta dagsins og áfangans :) eigið góðan dag:)

Þeir sem taka við Kristi, eru ekki undir lögmáli heldur náð

Á Golgata tók við nýr sáttmáli sem heitir Náð. Páll Postuli útskýrir mjög vel munin á náð og lögmáli í Rómverjabréfinu ásamt mörgum öðrum bréfum sínum.

1.Tím.1: 8Við vitum að lögmálið er gott sé það rétt notað 9og þess gætt að það er ekki sett vegna réttlátra heldur fyrir lögleysingja og þverúðuga, óguðlega og syndara, vanheilaga og óhreina, föðurmorðingja og móðurmorðingja, manndrápara, 10saurlífismenn, karla sem hórast með körlum, þrælasala, lygara, meinsærismenn og hvað sem það er nú annað sem gagnstætt er hinni heilnæmu kenningu. 11Þetta er samkvæmt fagnaðarerindinu um dýrð hins blessaða Guðs sem mér var trúað fyrir.

Lögmálið bendir á syndina og sýnir mönnum að þeir séu sekir frammi fyrir Guði. En náðin sýknar og gefur þér frelsi. Leyndarmálið er það að við erum dáin af sjálfum okkur og upprisin með Kristi. Lögmálið hefur ekki lengur tök á okkur, hvernig á að ákæra dauðan mann. Ætti maður að fara að gröf einhvers og ákæra hann. Hann myndi ekki heyra það sem sagt væri. Þess vegna þegar Guð lítur á okkur að þá sér hann son sinn Jesú Krist í okkur. Þess vegna getur óvinurinn ekki ákært okkur lengur og vakið upp fordæmingu hjá okkur um að við séum ekki nógu góð. Þetta snýst ekki lengur um að reyna réttlætast fyrir okkar eigin verk, því við getum það ekki. Þetta snýst um að trúa rétt og meðtaka Réttlæti Krists inn í líf okkar og vita það að í honum að þá erum við 100% réttlát. Það er enginn dómur lengur, Jesús er búin að sýkna okkur og veita okkur frelsi. Svo er líka annar leyndardómur og það er að vera ekkert að gefa syndinni neina athygli eða því sem við gerum rangt, því að þá missir hún tökin af lífi okkar. Ég er ekki að segja að það sé í lagi að gera ranga hluti. Ég er að meina að þegar við gerum mistök þá gerum við það upp við Guð og hættum að velta því fyrir okkur.

Róm.8:1Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. 2Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig[1] frá lögmáli syndarinnar og dauðans. 3Það sem lögmálinu var ógerlegt, þar eð það var vanmegna gagnvart sjálfshyggju[2] mannsins, það gerði Guð með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni og dæma syndina í manninum. 4Þar með gat réttlætiskröfu lögmálsins orðið fullnægt hjá okkur sem andinn fær að leiða en ekki sjálfshyggjan.

Róm.6:14Synd skal ekki ríkja yfir ykkur þar eð þið eruð ekki undir lögmálinu heldur undir náðinni.

Róm.5:17Ef misgjörð hins eina manns leiddi til þess að dauðinn tók völd með þeim eina manni, hve miklu fremur munu nú þeir sem þiggja hina ómælanlegu gjöf náðar og sýknunar fá líf og ríki vegna hins eina, Jesú Krists.

Róm.6:15Eða hvað? Eigum við að syndga fyrst við erum ekki undir lögmálinu heldur náðinni? Fjarstæða! 16Vitið þið ekki að ef þið gerist ánauðug þý einhvers eruð þið nauðbeygð að hlýða honum? Annaðhvort hlýðið þið syndinni sem leiðir til dauða eða Guði sem leiðir til lífs í réttlæti. 17En þökk sé Guði. Þið, sem voruð þrælar syndarinnar, urðuð af hjarta hlýðin þeirri kenningu sem ykkur var gefin. 18Nú eruð þið leyst frá syndinni og bundin réttlætinu, 19svo að ég noti líkingu úr mannlífinu, sökum veikleika ykkar. Eins og þið fyrrum létuð limina þræla fyrir óhrein öfl og siðleysi undir ólögum skuluð þið nú láta þá þjóna réttlæti Guðs og helgast honum.
20Þegar þið voruð þrælar syndarinnar lutuð þið ekki yfirráðum réttlætisins. 21Hvaða ávöxtu höfðuð þið af því? Þá eina sem þið finnið nú að eru til skammar því að þeir leiða að lokum til dauða. 22En nú eruð þið leyst frá syndinni og bundin Guði. Það ber ávöxt til helgunar og eilífs lífs að lokum. 23Því að laun syndarinnar er dauði en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.

Róm.7: 4Eins er um ykkur, bræður mínir og systur.[2]Orðrétt: bræður mínir. Þið hafið dáið með Kristi og um leið fengið lausn undan lögmálinu og hafið gefist öðrum, honum sem var upp vakinn frá dauðum svo að við mættum bera Guði ávöxt. 5Þegar við lutum okkar spillta eðli[3] voru syndugar ástríður, vaktar af lögmálinu, virkar í limum okkar svo að við bárum dauðanum ávöxt. 6En nú erum við leyst undan lögmálinu og dáin frá því sem áður hélt okkur í fjötrum og getum því þjónað með nýju lífi andans en ekki með fylgd við fornan lagabókstaf.

Þjónar Nýs sáttmála
2.Kor.3: 1Er ég nú aftur tekinn að mæla með sjálfum mér? Eða mundi ég þurfa, eins og sumir, meðmælabréf til ykkar eða frá ykkur? 2Þið eruð meðmælabréf mitt, ritað á hjarta mitt, allir menn geta séð það og lesið. 3Þið sýnið ljóslega að Kristur hefur ritað þetta bréf og sent það með mér: Það er ekki skrifað með bleki heldur með anda lifanda Guðs, ekki á steinspjöld heldur á hjartaspjöld manna.
4Það er vegna Krists sem ég er svo öruggur frammi fyrir Guði. 5Ekki svo að skilja að ég sé sjálfur hæfur og geti eitthvað sjálfur heldur er hæfileiki minn frá Guði. 6Guð hefur gert mig hæfan til að vera þjónn nýs sáttmála sem ekki er ritaður á bók heldur er hann andlegur. Því að bókstafurinn deyðir en andinn lífgar.
7Lögmálið var skráð með bókstöfum og höggvið á steina. Þó að þeir sem þjónuðu því dæju var dýrð þess slík að Ísraelsmenn gátu ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans sem þó varð að engu. 8Hversu dýrlegri mun þá sú þjónusta vera sem fram fer í anda? 9Ef þjónustan sem sakfellir var dýrleg þá er þjónustan sem réttlætir enn þá auðugri að dýrð. 10Í þessu efni verður jafnvel það sem áður var dýrlegt ekki dýrlegt í samanburði við hina yfirgnæfandi dýrð. 11Því að ef það sem að engu verður kom fram með dýrð þá hlýtur miklu fremur hið varanlega að koma fram í dýrð.
12Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung. 13Ég geri ekki eins og Móse sem setti skýlu fyrir andlit sér til þess að Ísraelsmenn skyldu ekki horfa á ljóma þess sem var að hverfa. 14En hugur þeirra varð sljór. Því allt til þessa dags hvílir sama skýlan yfir upplestri hins gamla sáttmála og henni hefur ekki verið svipt burt því að Kristur einn lætur hana hverfa. 15Já, allt til þessa dags hvílir skýla yfir hjörtum þeirra hvenær sem lesið er úr lögmáli Móse. 16En „þegar einhver snýr sér til Drottins er skýlan tekin burt“.[1] 17Drottinn er andinn og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi. 18En við sjáum öll með óhjúpuðu andliti[2] dýrð Guðs endurspeglast í Kristi og andi hans lætur okkur umbreytast eftir þeirri sömu mynd til enn meiri dýrðar.


Verk Heilags Anda innra með okkur

Í eilífðinni, þá byrjaði gríðarlega samstæð áætlun fyrir mennina sem var afhjúpuð hjá Guði. Í Hans Guðdómlegri visku, sleppti hann engu á meðan Hann horfði niður í gegnum aldirnar. Hann fór yfir kynslóð eftir kynslóð, skipulagði hvert margbrotið smáatriði yfir hverju einasta lífi sem myndi lifa á jörðunni. Ósk Guðs var að endurheimta eins marga og kostur er frá herbúð Satans og til að safnast saman þangað til Hann kallaði Hans fjölskyldu.

Einhvers staðar í miðjunni af þessari Guðdómlegri skipulagningarfundi, löngu áður en tíminn byrjaði. Guð kom að nafni þínu! Svo upphugsaði Hann fullkomna áætlun aðeins fyrir þig sem er allt öðruvísi en aðra áætlun fyrir aðra persónu sem hefur alltaf verið fædd. Ímyndaðu ---- Guð Faðirinn horfði yfir mikið tómarúm og tíma og sá augnablikið í tímanum þegar þú myndir lifa á þessari jörð. Þá ákvað Hann nákvæmlega hvernig þetta augnablik skyldi verða fyllt!

Við verðum að velja Hans áætlun

Guð upphugsaði dásamlega áætlun fyrir sérhvert okkar. Í Hans áætlun, var ákveðið fyrirfram að við yrðum Hans synir og dætur á Krossinum. En ein möguleg hindrun stendur á milli okkar og Guðs fullkomlegu upphugsaðu áætlun: Að nota frjálsan vilja sem Guð hefur gefið okkur þá verðum við að velja að ganga í þeirri áætlun sem Hann hefur skapað fyrir líf okkar.

Guð leitar að leið til að nálgast hvert okkar til þess að kynna Hans persónulegu áætlun fyrir líf okkar. Hann byrjar með prédikun um Krossinn sem hvetur okkur til að samþykja Jesús Krist sem Drottinn og frelsara. Ef við samþykjum Jesú, þá tökum við okkar fyrsta skref inn í þá áætlun sem Drottinn ákvað fyrir grundvöllun heimsins. En ef við höfnum Honum, þá eins og margir áður fyrr, við munum lifa og deyja án þess að taka þetta fyrsta skref ------- frelsun--------- inn í Guðdómlegan tilgang fyrir okkar tilvist.

Sannleikurinn er þessi, Guð upphugsaði fullkomna áætlun fyrir allar persónur sem voru fæddar eftir Adam. Hann bíður aðeins eftir því að hver persóna finni út hver sú áætlun er og ákveði svo að ganga í henni.

Jesús talaði um Hans áætlun um eilífa lífið fyrir mannkynið í Matteus 7: 13, 14:

Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn.Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir, sem finna hann.

Orð Jesú gefa til kynna að meirihluti fólksins enda líf sitt með loka ferðalagi inn í Guðlausa eilífð án Hans. Persóna getur lifað og dáið og farið til heljar án þess að hafa þekkt Jesú eða uppfyllt áætlun Guðs fyrir hans líf. Samt sem áður, það breytir ekki staðreyndinni að Guð hafði fullkomna áætlun um endurlausn og tilgang fyrir þessa persónu; hann bara uppgötvaði það ekki.

En, lofaður sé Guð, að þú þarft ekki að vera einn af þeirri tölu! Ef þú hefur fundið Krossinn og gert Jesús að þínum persónulegum frelsara, þá getur ekkert stoppað þig í að uppgötva restina af áætlun Guðs fyrir þitt líf. Það eina sem þú þarft að gera er að velja að hlýða Honum.

Heilagur Andi biður fyrir okkur

Svo einhvers staðar, einhvern veginn, í dásamlegri og frábærri áætlun fyrir Hans sköpun, kemur nafnið þitt upp. Og Guð í Hans eilífri visku og ráðagerð, lagði út fullkomna áætlun fyrir persónulegt líf þitt.

Svo gerði Heilagur Andi dásamlegt verk. Hann hlustaði iðnislega á öll smáatriði lífs þíns þegar Faðirinn skipulagði fæðingu þína, þjónustu þína, velgengni þína, og allar hliðar í endurlausn þinni og persónulegu lífi.

Í raun, Heilagur Andi er sá Eini sem hefur verið settur í ábyrgð fyrir að stjórna Guðs áætlun fyrir persónulegt líf þitt. Enginn annar getur sýnt þér þessa áætlun betur heldur en Hann. Hann var þarna. Hann heyrði Guð Faðirinn áætla hverja mínútu í smáatriðum.

Og það er ekki allt. Þessi þriðja Persóna Guðdómleikans stendur auglitis til auglitis og er fullkomlega samvinnuþýður á allan máta með hinum tveimur persónum Guðdómleikans, hinn mikli Guð Faðirinn og volduga Orðið(Jesús). En á endurmyndun þinni sem barn Guðs, þá samþykkti Heilagur Andi að taka sér bústað í þínum anda og að veita þér Hans þjónustu til þín. Og ein af meginástæðum fyrir því að Hann kom var til að biðja fyrir þér.

Hvers vegna ákvað Guð að senda(gefa) þér Heilagan Anda til að lifa innra með þér? Svo Hann gæti breytt þér í mynd Sonar síns(Jesús). Til að framfleyta reglunni til að ná þvi markmiði, þá kom Heilagur Andi með Hans eigið bæna tungumál með Honum svo Hann gæti beðið fyrir öllu sem tengist þér.

Með því bæna tungumáli, þá fær Hann að vera viðriðinn beint með þér í einn á einn sambandi sem er óháð einhverjum öðrum og jafnvel þínum eigin huga. Þegar Heilagur Andi biður fyrir þér, þá tekur Hann þá áætlun sem Hann heyrir Faðirinn segja og úthellir henni gegnum anda þinn. Og tungumálið sem Hann notar til að tjá þá áætlun eins og það rennur í gegnum þig sem er yfirnáttúrlegt tungutal.

Í hvert skipti sem þú gefur Heilögum Anda tækifæri, þá mun Hann nota þetta tungumál til að biðja fyrir þinni köllun, biðja út áætlun Guðs yfir þitt líf, til að byggja þig upp, og til að fylla þig með Hans heilaga krafti. Hann mun ljá sjálfan sig til þín eins og trú þín gerir Honum kleyft að verða virkur innan í anda þínum. Hann mun draga þig út úr öllu sem Jesús leysir þig frá og inn í allt sem Jesús segir að þú sért í Honum.

Ef þú vilt, þá geturðu farið í herbergi þitt og beðið í þessu yfirnáttúrulega tungumáli í tvo, fjóra, eða jafnvel 12 klukkutíma, og Guð Heilagur Andi mun búa til hvert einasta orð sem kemur út úr munni þínum. Það er þitt val að biðja eða ekki. En í hvert skipti sem þú velur að biðja, þá munt þú koma út úr þeim tíma bænar meira uppbyggilegur í Hans áætlun og tilgang fyrir þig heldur ef þú hefðir ekki gert það.

Áætlun Guðs fyrir þig er í Andanum, og Heilagur Andi býr í þér. Heilagur Andi er vopnaður þeirri þekkingu yfir öllum sem Hann heyrði um Guðs endurlausnaráætlun sem var til fyrir grundvöllun jarðar. Og í hvert skipti þá skoðar Hann hjarta þitt, Hann gerir það með þeim ásetningi til að biðja út þá áætlun ------ huga Guðs sem varðandi þig---- inn í tilvist í þínu lífi.


ELSKAÐU SJÁLFA/N ÞIG!


Lærðu að elska þig
Þá fyrst getur þú elskað aðra.
Fyrst Guð elskar þig algerlega án skilyrða, þá getur þú líka elskað sjálfa/n þig.


Fólk með lítið sjálfsálit eyðir oft mikilli orku í að reyna að fá viðurkenningu. Í stað þess að gera eins og því finnst rétt, þá reynir það að laga sig eftir því sem það heldur að sé ætlast til af þeim. Þá förum við ekki eftir því sem við vitum innst inni að er rétt, heldur gerum við eins og við höldum að sé nauðsynlegt til að verða viðurkennd og elskuð.

Hefur þú hugleitt það að þú átt, í raun verður, að elska sjálfa/n þig á réttan hátt til að geta sýnt öðrum kærleika. Þegar þú veist að þú ert dýrmæt/ur og elskaður eða elskuð, þá getur þú borið höfuðið hátt og rétt úr bakinu. Þá getur þú elskað sjálfa/n þig og sýnt öðrum kærleika. Það er mikilvægt að líta „réttum“ augum á sjálfa/n sig. Gera sig hvorki meiri né minni en maður er í raun.

Vertu sátt/ur við sjálfa/n þig, þá verða aðrir það líka.

Þeir sem gorta mikið, og ýta öðrum til hliðar, hafa oft lítið sjálfsálit. Þeir eru þá óöruggir með sjálfa sig og finnst í raun lítið til sín koma. En til þess að reyna að sanna að þeir séu samt eitthvað, belgja þeir sig upp og verða næstum eins og blöðrur sem geta líka sprungið þá og þegar.
Fólk með heilbrigða sjálfsmynd þarf ekki að sanna að það sé eitthvað.

Það er öruggt innst inni og þess vegna þorir það að leyfa öðrum að kynnast sér. Það þarf ekki stöðugt að vera að láta á sér bera en getur þess í stað slakað á og verið bara það sjálft. Áhugaríkt, litríkt og aðlaðandi fólk á eitt sameiginlegt, það er sátt við sjálft sig. Sá sem hefur góða sjálfsmynd ber eitthvað með sér sem aðrir taka eftir og hrífast af.

Ef þú vilt að öðrum líki vel við þig, þá er mikilvægt að þér líki vel við sjálfan þig. Það er auðvitað ekkert auðvelt að fara allt í einu að elska sjálfa/n sig þegar maður hefur minnimáttarkennd yfir útliti sínu og finnst maður vera litlaus og leiðinleg/ur. En þá skaltu hugsa um að Guð hefur skapað þig sem alveg sérstaka manneskju. Alveg síðan hann skapaði Adam og Evu hefur hann aldrei skapað neinn alveg eins og þig. Þú ert frumeintak, ekki nein eftirlíking!

Reyndu að leggja áherslu á það sem er gott og einstakt við þig, í stað þess að verða léleg eftirlíking annarra. Þakkaðu Guði fyrir líkama þinn, vitsmuni og þá hæfileika sem hann hefur gefið þér. Byrjaðu hvern dag á því að lesa Sálm.139:14 „Ég lofa þig fyrir það að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég harla vel.“

Guð vill að þú elskir sjálfa/n þig og látir þér líka vel við þig. Jesús segir að við eigum að elska náungann eins og okkur sjálf.

Ef þér líkar ekki við sjálfa/n þig, þá er erfitt að láta sér annt um aðra.
Þá verður þú bara öfundsjúk/ur í þeirra garð. Ef þér líkar ekki við sjálfa/n þig, þá verður það öðrum líka erfitt. Nú segir þú kannski að þú getir varla haft neitt sjálfsálit ef þú ert óánægð/ur með það að vera sá eða sú sem þú ert! En það er nú reyndar hægt.

Hugsanir þínar hafa áhrif á tilfinningarnar. Ef þú segir við sjálfa/n þig: „Ég er svo venjuleg/ur og leiðinleg/ur“ þá fer þér að finnast þú vera einmitt þannig. En ef þú ferð að einbeita þér að því jákvæða og hugsar jákvætt um sjálfa/n þig, þá verður þú léttari í skapi og áhugaverðari manneskja.

Vertu þú sjálf/ur, ekki eftirlíking.
Það er ekki alltaf svo auðvelt að vera maður sjálfur. Stundum veit maður varla hver maður er í raun og veru. Stundum er það alveg á hreinu, en það skortir kannski kjarkinn til að fylgja því eftir. Maður þorir ekki að vera opinn og sjálfstæður og opinbera skoðanir sínar og tilfinningar. Því hvað halda þá hinir um mig? Kannski líkar þeim þá ekki við mig. Þá verðum við heft og reynum að sýna eitthvað sem við erum ekki í raun og veru. Taktu ábyrgð á þínum eigin skoðunum. Reyndu að gera það út frá þínum eigin forsendum en ekki miða við það sem þú heldur að umhverfið ætlist til af þér. Ef þú hefur kjark til að standa fyrir eitthvað, þá eru aðrir sem geta fengið stuðning hjá þér og borið virðingu fyrir þér. Reyndu að vera þú sjálf/ur, þá ertu ekta. Ef það er erfitt að vera maður sjálfur, þá hlýtur nú að vera enn erfiðara að vera einhver annar. Guð hefur skapað þig sem frumútgáfu. Hann vill ekki að þú verðir léleg eftirlíking einhvers annars.

Þú ert lagleg/ur og áhugaverð/ur.

Það er gaman að vera með sjálfsöruggu fólki. Það hefur jákvæða útgeislun og er þægilegt í samskiptum. Það er ekki upptekið af sjálfu sér og tekur sig ekki svo hátíðlega að það geti ekki hlegið að sjálfu sér.

Fylltu þig af Orði Guðs.

Fylltu hugsanir þínar með jákvæðum hugsunum úr Orði Guðs. Týndu til Biblíuvers sem segja eitthvað jákvætt um þig. Lestu þau upphátt og taktu þau inn eins og meðal, þrisvar á dag. Geymdu mikilvæg vers þar sem þú getur auðveldlega kíkt á þau, t.d. í vasabókinni, á speglinum eða á dagatalinu.

DÆMI:

SJÁ, ÉG HEF RIST ÞIG Á LÓFA MÍNA.. Jes.49:15-16
FYRIRÆTLANIR TIL HEILLA .. VORNARRÍK FRAMTÍÐ..Jer.29:11
ALLT MEGNA ÉG Í HONUM.. Fil.4:13
HANN HEFUR BLESSAÐ MIG..Ef.1:3
ENGIN FORDÆMING .. Róm.8:1-2

Svo getur þú skrifað hjá þér fleiri ritningarstaði sem þú dettur niður á þegar þú ert að lesa Biblíuna og Guð talar til þín.

AUGU SEM SJÁ...HJARTAÐ SEM SÉR...

Augu kennarans leita að þekkingu. Þegar komið er að einkunnagjöfinni, þá er það lærdómurinn sem gildir. Góðar prófeinkunnir eru verðlaunaðar, þeir duglegu halda áfram en hinir sitja eftir...

Augu dómarans í fegurðarsamkeppninni leita að fegurð. Þegar stigin eru gefin þá er það útlitið sem gildir. Grannir fótleggir gefa góða samninga, en smávægilegir útlitsgallar dæma úr leik...

Augu atvinnurekandans leita að árangri. Þegar kemur að útborgun þá er það dugnaðurinn sem er verðlaunaður. Þeir afkastamiklu fá kauphækkun en hinum er sagt upp...

Augu hópsins leita að vinsældum. Þegar ákveðið er hverjir fá að vera með og hverjum er boðið í teitin, þá gildir að vera „in“. Hárgreiðslan og klæðaburðurinn skipta öllu máli, annars...

Augu þjálfarans spá í stigin Þegar valið er í liðið þá er það árangurinn sem gildir. Þeir bestu fá að vera með...

Við erum vegin og mæld. Við erum notuð og okkur er fleygt. „Dugnaðarsamfélagið“ metur okkur eftir markaðsverði. Sumir segja að við séum ekki fimmeyringsvirði, aðrir segja að við séum ómetanleg. Fer þetta virkilega bara eftir því hvaða augu horfa á okkur hverju sinni?

Er enginn sem finnst við vera verðmæt vegna þess sem við erum í okkur sjálfum?
Hver stendur með þeim sem fellur, sér það fagra í þeim ófríða, setur trúmennsku ofar árangri, tekur öllum jafnt og uppörvar þá sem verða undir í keppninni?

Kærleikurinn!
Það er aðeins sá sem er elskaður, sem er einhvers virði! Verðleiki mannsins er mældur með kærleika. Þess vegna metum við fólk ekki með augunum, heldur með hjartanu. Kærleikur Guðs er dýrmætur! Hann hefur skapað okkur, mótað okkur og keypt okkur: „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Þeir sem þjást af minnimáttarkennd ættu að meta verðgildið í himneskum gjaldmiðli. Fólk sem er talið einskis virði er ómetanlegur fjársjóður í augum Guðs.
Guði finnst við mikils virði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband